Fékk yfir sig holskeflu rasískra ummæla

Rómeó og Júlía.
Rómeó og Júlía. Samsett mynd

Í lok marsmánaðar var tilkynnt um leikarana sem færu með hlutverk Rómeó og Júlíu í glænýrri uppfærslu á leikriti Williams Shakespeare. Með hlutverk elskendanna fara Tom Holland og Francesca Amewudah-Rivers.

Leikaravalið hefur sætt nokkurri gagnrýni á samfélagsmiðlum en allnokkrir netverjar hafa spurt hvers vegna ekki var valinn hvítur leikari í hlutverk Júlíu. Amewudah-Rivers er bresk leikkona, svört á hörund, og með ættir að rekja til Ghana og Nígeríu.

„Karakterinn er hvítur“

Leikkonan, sem margir þekkja úr bresku gamanþáttaröðinni Bad Education, deildi gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni og fékk yfir sig holskeflu rasískra ummæla í kjölfarið.

„Karakterinn er hvítur,” skrifaði einn netverji við færsluna. Sams konar fullyrðingar fylltu fljótt athugasemdarkerfið.

Leikstjórinn fordæmir ummæli

Jamie Lloyd, leikstjóri uppfærslunnar, hefur fordæmt ummælin og hatrið.

Hann birti færslu á Instagram-síðu leikhópsins og sagði meðal annars að einelti og áreitni ættu sér engan stað hvorki í netheimum né annars staðar og að niðrandi ummæli í garð annarra þyrftu að hætta.

Leikritið verður frumsýnt þann 11. maí í Duke of York Theater. Allar sýningar eru þegar uppseldar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu stuðnings við fyrirætlanir þínar áður en þú leggur af stað. Gakktu á undan með góðu fordæmi og gefðu þeim sem ekki virðast eiga það skilið annan sjens.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu stuðnings við fyrirætlanir þínar áður en þú leggur af stað. Gakktu á undan með góðu fordæmi og gefðu þeim sem ekki virðast eiga það skilið annan sjens.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir