Daði Freyr heiðraður á óvæntan máta

Daði Freyr passar vel í hópinn!
Daði Freyr passar vel í hópinn! Samsett mynd

Simon Chong, listrænn stjórnandi bandaríska gamanþáttarins Bob's Burgers, er mikill aðdáandi íslenska tónlistarmannsins Daða Freys Péturssonar. Hann sýndi aðdáun sína í verki og bjó til skemmtilegt myndskeið af Daða Frey sem sýnir tónlistarmanninn dansa og syngja í eldhúsi hamborgarastaðarins. Í myndskeiðinu sést einnig í nokkra af helstu karakterum Bob's Burgers.

Chong birti myndskeiðið á Instagram-síðu sinni í gærdag og vakti það mikla lukku hjá fylgjendum hans sem og aðdáendum þáttarins, sem fór í loftið þann 9. janúar 2011.

Heillaðist á tónleikum 

Chong var meðal tónleikagesta á tónleikum Daða Freys í Los Angeles á dögunum og heillaðist að lögum og sviðsframkomu íslenska tónlistarmannsins. Eftir tónleikana settist Chong við teikniborðið og bjó til 300+ myndir og myndskeið af Daða Frey ásamt Belcher-fjölskyldunni. 

Daði Freyr sá myndskeiðið og skrifaði athugasemd við færslu Chong og sagðist vera yfir sig ánægður með þennan skemmtilega og óvænta heiður, en þátturinn er í miklu uppáhaldi hjá Eurovision-faranum. Sjálfur birti Daði Freyr mynd á Facebook-síðu sinni þar sem hann þakkaði kærlega fyrir heiðurinn.

View this post on Instagram

A post shared by Simon Chong (@chongster62)mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Láttu fólk sýna ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Láttu fólk sýna ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir