Stórstjörnur prýða forsíðu People í tilefni hálfrar aldar afmælis

Forsíðan er glæsileg.
Forsíðan er glæsileg. Samsett mynd

Bandaríska tímaritið People fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli og blés af því tilefni til heljarinnar myndatöku.

Tímaritið fékk nokkrar af helstu stórstjörnum Hollywood til að prýða forsíðu afmælisblaðsins og fagna þessum mikla áfanga. Bandaríski ljósmyndarinn Art Streiber á heiðurinn af forsíðumyndinni.

Á forsíðumyndinni eru leikarar, spjallþáttastjórnendur, tónlistarfólk og íþróttastjörnur, samtals ellefu manns. Þemað er litríkt og sumarlegt, en stórstjörnurnar klæðast allar pastellitum og lyfta glasi til heiðurs 50 ára starfsemi tímaritsins.

Meðal þeirra sem stilltu sér upp fyrir myndavélina eru Jennifer Aniston, Viola Davis, Michael J. Fox, Serena Williams, Matthew McConaughey og Oprah Winfrey. 

People, eitt vandaðasta lífstílstímarit í heimi, var sett á fót árið 1974. Fyrsta tölublað tímaritsins kom út þann 4. mars sama ár. Mia Farrow, leikkona og aðgerðasinni, prýddi fyrstu forsíðu blaðsins. 

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir