Streep hlaut heiðurspálmann á opnunarkvöldi Cannes

Streep flutti hjartnæma þakkarræðu á sviði Grand Lumiere-leikhússins.
Streep flutti hjartnæma þakkarræðu á sviði Grand Lumiere-leikhússins. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Meryl Streep var heiðruð við hátíðlega athöfn á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöld.

Franska leikkonan Juliette Binoche afhenti leikkonunni heiðurspálmann (e. Honorary Palme d'Or) og hlaut Streep standandi uppklapp sem varði vel og lengi og táraðist hún við móttökurnar. 

Heiðurspálminn var veittur í fyrsta sinn árið 1955. Fyrstur til að hljóta þennan heiður var bandaríski leikstjórinn Delbert Mann. 

Streep, 74 ára, er margverðlaunuð leikkona og á að baki farsælan leikferil. Enginn leikari hefur hlotið jafn margar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna en þær eru 21 talsins. Streep hefur þrívegis hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmynd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg