Mætti einsömul á frumsýningu

Lopez ljómaði á rauða dreglinum.
Lopez ljómaði á rauða dreglinum. AFP

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez ljómaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Atlas sem fór fram í Los Angeles, stærstu borg vesturstrandar Bandaríkjanna, í gærkvöld.

Lopez var í góðu skapi, brosti blítt og stillti sér upp á rauða dreglinum ásamt leikstjóra myndarinnar og mótleikurum.

Það vakti sérstaka athygli viðstaddra að Lopez mætti einsömul.

Eiginmaður hennar, leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck, var hvergi sýnilegur. Fjarvera hans ýtti undir skilnaðarorðróminn sem flýgur hátt yfir Hollywood-hæðum um þessar mundir.

Lopez, sem var með giftingarhringinn á sér, ræddi lítið við fjölmiðla og gaf enga útskýringu á fjarveru eiginmanns síns.

Eins og frægt er orðið áttu Lopez og Affleck í ástarsambandi á árunum 2002 til 2004. Þau tóku saman aftur árið 2021, eftir 17 ára aðskilnað, og gengu í hjónaband tæpu ári síðar. 

Hjónaband þeirra er nú sagt standa á brauðfótunum og er Affleck sagður fluttur út af fjölskylduheimili þeirra. 

Lopez ásamt mótleikurum sínum, Simu Liu og Sterling K. Brown.
Lopez ásamt mótleikurum sínum, Simu Liu og Sterling K. Brown. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir