753 milljóna króna málverk fundið

Verkið er eitt af fimm portrettum af bankamanninum Jose Capelo.
Verkið er eitt af fimm portrettum af bankamanninum Jose Capelo. AFP

Lögreglan á Spáni fann málverk að andvirði 753 milljónir króna eftir breska listamanninn Francis Bacon sem hafði verið stolið árið 2015.

Verkið er eitt af fimm portrettum af spænska bankamanninum Jose Capelo eftir Bacon sem var stolið á heimili Capelo í Madrid. Samanlagt virði portrettanna er 3,7 milljarðar króna. 

Lögreglan hafði endurheimt þrjú af portrettunum árið 2017 og hefur handtekið sextán manns sem eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum, þar með talið höfuðpaurinn. Leit stendur yfir að síðasta verkinu. 

Einn af merkustu málurum síðustu aldar

Francis Bacon er talinn einn af merkustu málurum Bretlands á síðustu öld og hafa verk eftir hann verið seld fyrir metfé á uppboði. Verkið hans „Three Studies of Lucian Freud“ seldist fyrir 17,5 milljarða króna á uppboði í New York 2013 og er eitt af dýrustu verkum allra tíma.

Three Studies of Lucian Freud seldist fyrir 17,5 milljarða króna …
Three Studies of Lucian Freud seldist fyrir 17,5 milljarða króna árið 2013. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant