Lést eftir fall í sturtu

Colin var þekktur bassaleikari og hafði verið búsettur í Belgíu …
Colin var þekktur bassaleikari og hafði verið búsettur í Belgíu síðustu ár. Skjáskot/Instagram

Einn stofnenda hljómsveitarinnar Train, bassaleikarinn Charlie Colin, er látinn. Hann var 58 ára gamall.

Colin fannst látinn á heimili ónefnds vinar í Brussel nú á dögunum. Óvíst er hvenær hann lést en bassaleikarinn hafði verið fenginn til að vakta heimilið í nokkra daga. Vinurinn kom að Colin látnum við heimkomu.

Talið er að Colin hafi fallið í sturtu, misst meðvitund og látist af áverkum sínum skömmu síðar en formleg dánarorsök liggur ekki fyrir.

Colin yfirgaf Train árið 2003 í kjölfar langrar baráttu við fíkniefni. Hljómsveitin er þekkt fyrir smelli á borð við Drops of Jupiter, Play That Song, Hey, Soul Sister og 50 Ways to Say Goodbye.

Liðsmenn sveitarinnar minntust félaga síns á Instagram í gærdag. 

View this post on Instagram

A post shared by train (@train)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reiknaðu ekki með því að óreyndu að samstarfsmenn eða fjölskyldumeðlimir séu nákvæmlega á sama máli og þú í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reiknaðu ekki með því að óreyndu að samstarfsmenn eða fjölskyldumeðlimir séu nákvæmlega á sama máli og þú í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson