Höfundur Super Size Me lést 53 ára gamall

mbl.is/Árni Torfason

Leikstjórinn, Morgan Spurlock, sem er best þekktur fyrir gerð Bandarísku heimildarmyndarinnar Super Size Me, lést í gær, aðeins 53 ára.

Fjölskylda hans tilkynnti um andlátið.

„Hann lést í faðmi fjölskyldu og vina í New York eftir erfiða baráttu við krabbamein,“ sögðu þau í tilkynningunni.

Bróðir Spurlock, Craig Spurlock, segir að heimurinn hafi misst mikið. 

„Þetta var sorglegur dagur þegar við kvöddum bróður minn. Hann gaf mér svo mikið í gegnum listina sína, hugmyndir og gjafmildi. Heimurinn hefur misst sannan snilling í listum og einstakan mann. Ég er svo stolltur að hava unnið með honum,“ sagði hann.

Super Size Me fór fyrst í loftið árið 2004 sem var fyrsta verkið sem Spurlock leikstýrði. Í myndinni sagði Spurlock að hann ætlaði bara að borða McDonalds í heilan mánuð til að rannsaka líkamleg og andleg áhrif matarræðissins. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu heimildarmyndina og varð mikilvægur hluti herferðarinnar gegn offitu í Bandaríkjunum. 

Niðurstöður heimildarmyndarinnar hafa verið nokkuð umdeildar síðustu ár eftir að í ljós kom að Spurlock var í mikilli áfengisneyslu á meðan tökum stóð.

Orðspor hans rann hinsvegar út í sandinn í Desember 2017 þegar hann viðurkenndi opinberlega að hann hafi áreitt konur kynferðislega og að verið ótrúr öllum eiginkonum og kærustum sem hann hafði verið með.

Spurlock var síðast giftur Söru Berstain og var faðir hins sautján ára Laken og átta ára Kallen Spurlock. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant