Sýningu aflýst gegn vilja listakonu

Listasýningin átti að opna klukkan 14 á morgun í Listasafni …
Listasýningin átti að opna klukkan 14 á morgun í Listasafni Reykjanesbæjar mbl.is/Sigurður Bogi

Einkasýningu myndlistakonunnar Bryndísar Hrannar Ragnarsdóttur, Rúmmál undantekningar, sem átti að opna á morgun, hefur verið aflýst gegn hennar vilja.

Listasýningin átti að opna klukkan 14 á morgun í Listasafni Reykjanesbæjar en var aflýst af safnastjóra safnsins með samþykki sviðsstjóra menningarsviðs Reykjanesbæjar „af engu staðfestu tilefni“, að því er Bryndís Hrönn segir frá á Facebook-síðu sinni. 

Skemmdarverk að yfirlögðu ráði

Hún segir bæði dapurlegt og áhugavert að segja frá þessum gerningi sem hún kallar fordæmalausan og segir hann fela í sér skemmdarverk að yfirlögðu ráði á listaverkum og sýningu

Hann virðist sprottinn af annarlegum hvötum en ekki byggður á ritskoðun eða ágreiningi um inntak, form og eðli verka, að mati Bryndísar Hrannar.

Farið fram á umsamdar greiðslur

„Athugasemdir hafa verið gerðar við þennan fordæmalausa gerning og farið fram á raunhæfar skýringar, umsamdar hefðbundnar greiðslur auk sanngjarnra miskabóta. Upplýstra viðbragða viðeigandi aðila er að vænta áður en langt um líður,“ segir Bryndís.

Hún segir að þrátt fyrir þetta inngrip sé hennar von að sýningin fái framgang á öðrum vettvangi síðar.

Uppfært klukkan 11.40

Í fréttinni sagði að sýningunni hefði verið aflýst með samþykki sviðsstjóra menn­ing­ar­sviðs Reykja­nes­bæj­ar, þar sem Bryndís hafði fullyrt það í færslu sinni á facebook. Upplýsingafulltrúi á vegum Reykjanesbæjar hafði samband við mbl.is og sagði að það væri ekki rétt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant