Bróðir Díönu prinsessu birti úr Morgunblaðinu

Charles Spencer birti umsögn úr Morgunblaðinu.
Charles Spencer birti umsögn úr Morgunblaðinu. AFP

Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu, birti mynd af Ljósvakapistli Morgunblaðsins á samfélagsmiðlum sínum. Pistillinn er eftir Láru Fanneyju Gylfadóttur og fjallar um hlaðvarpsþáttinn The Rabbit Hole Detectives en Spencer er einn þáttastjórnandanna.

Í story á Instagram segir hann: „Flottur dómur um The Rabbit Hole Detectives hlaðvarpið - á íslensku“.

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 12. apríl en ekki er vitað hvernig Spencer frétti af honum en einhver hefur tekið mynd af blaðinu og sent honum.

Lára Fanney gefur hlaðvarpsþáttunum góð meðmæli en hér má lesa Ljósvakapistil hennar í heild sinni:

Stórskemmtilegur samtíningur

„Þetta fjölgar sér eins og kanínur“ kom mér í hug þegar ég renndi nýlega yfir lista yfir hlaðvörp. Allir og fræga amma þeirra, poppstjörnur og ein og ein hertogaynja virðast keppast við að stofna hlaðvörp og enginn er maður með mönnum nema halda úti einu slíku.

Frægð þáttastjórnenda er hins vegar ekki alltaf ávísun á góða skemmtun. Ég var því full efasemda þegar ég rakst nýlega á hlaðvarpið The Rabbit Hole Detectives. Þáttagerðarmennirnir eru ekki af verri endanum þrátt fyrir aðalsættir, tónlistarbrölt fyrri ára og sorgarrendur undir nöglum, en þar koma saman Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu, séra Richard Coles, hljóðfæraleikari „eitís“-hljómsveitarinnar The Communards, ásamt fornleifafræðingnum dr. Cat Jarman sem er sérfróð um víkinga og allt þeirra bras, auk hulduraddar sem blandar sér í umræðurnar.

Fjallað er um eitthvað þrennt sagnfræðilegt sem valið var af handahófi fyrir hvern þátt og þríeykið, hvert með sitt, hefur svo sökkt sér í að finna bókstaflega allt út um. Fyrir vikið eru umfjöllunarefnin oftar en ekki hinn undarlegasti samtíningur. Hulduröddin sker svo úr um það, eftir stigagjöf, hver stendur uppi sem sigurvegari í lokin. Prýðisgóð skemmtun.“

Jarlinn Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu, birti dóm úr Morgunblaðinu …
Jarlinn Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu, birti dóm úr Morgunblaðinu á samfélagsmiðlum sínum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant