Guðlaugur Þór hitti Haaland

Guðlaugur og vinir hans hittu Alf Haaland.
Guðlaugur og vinir hans hittu Alf Haaland. Skjáskot/Facebook

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er harður Liverpool aðdáandi og gerði upp tímabilið með færslu á Facebook. Hann greindi meðal annars frá því þegar hann hitti Alf Inge Haaland.

„Hittum Alf Inge Haaland, hann var kátur og það var gengið frá skiptum á Darwin og Erling. Hef pínu áhyggjur hvort það var skynsamlegt eftir að hafa horft á leikinn í gær,“ skrifar hann á Facebook um ferð sína ásamt vinum á leik Liverpool og Tottenham í byrjun mánaðar.

Alf Inge Haaland er sjálfur fyrrum fótboltakempa sem spilaði meðal annars með norska landsliðinu og Manchester City. Í dag er hann þó ekki síst þekktur fyrir að vera faðir Erling Haaland sem hefur farið með himinskautum með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

„Enska tímabilinu lokið. Keisarinn hættur [Jurgen Klopp] og deildarbikar í safnið. Ferðin með æskufélögunum úr Böðvarsgötunni var stórkostleg. Fullkomin forréttindi að eiga vini frá frumbernsku. Skemmtum okkur konunglega og mikið hlegið,“ skrifar hann meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant