Laufey hélt stærstu tónleikana hingað til í Indónesíu

Laufey Lín Jónsdóttir er á sannkallaðri sigurför um heiminn.
Laufey Lín Jónsdóttir er á sannkallaðri sigurför um heiminn. AFP

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur verið á tónleikaferðalagi um heiminn frá því í febrúar þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu sína Bewitched. Nú er hún komin til Indónesíu.

Í gærkvöldi steig Laufey á svið í Jakarta í Indónesíu og söng fyrir framan 7.500 áhorfendur, en hún segir þetta vera hennar stærstu tónleikar hingað til. 

„Takk Jakarta! Þetta voru stærstu tónleikarnir mínir hingað til, öll 7.500 ykkar sungu hvern einasta texta af fullum krafti með mér. Takk fyrir að bjóða mig velkomna í fallegu menninguna ykkar, sjáumst næst! Terima Kasih,“ skrifaði Laufey í færslu sem hún birti á Instagram-síðu sinni eftir tónleikana. 

Næstu tónleikar Laufeyjar verða á morgun, þriðjudag, í Maníla á Filippseyjum og verða aðrir tónleikar á sama stað kvöldið eftir. Þaðan fer hún svo til Seúl í Suður-Kóreu þar sem hún mun stíga á svið á Jazzhátíð þann 1. júní. 

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant