Svala Björgvins: „Með attitude og swag“

Guðbjörg Viðja Antonsdóttir bar sigur úr býtum í ofureinvígi í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Þar mætti hún Jónu Öllu Axelsdóttur og Freyju Gunnarsdóttur og saman sungu þær lagið Say My Name með sönghópnum Destiny‘s Child.

Viðja, eins og hún er gjarnan kölluð, ákvað að taka þátttökuna í The Voice af fullum krafti og flutti suður til að geta sinnt prufum og æfingum enn betur. Til að byrja með bjó hún hjá frænku sinni í Vesturbænum en stundar nú nám við Menntaskólann á Laugarvatni og treystir á bróður sinn og herbergisfélaga til að keyra sig í bæinn á æfingar þar sem hún er ekki komin með bílpróf, nýorðin 17 ára gömul.

Óvænt eldri systir

Viðja hefur eitthvað komið fram og sungið með systkinum sínum, en systkinahópurinn stækkaði nýverið á óvæntan hátt. „Við erum fjögur, vorum þrjú þar til í hitteðfyrra. Það hringdi stelpa í pabba minn og spurði hvort hann vildi fara í faðernispróf og það kom í ljós að hann var pabbinn. Önnur systir mín, Dana, þekkti hana. Þær höfðu verið saman í Menntaskólanum á Akureyri, voru ágætisvinir og höfðu eitthvað verið spila saman tónlist.“

Það eru ekki margir söngvarar sem treysta sér í að feta í fótspor Freddy Mercury, en Viðja ákvað að gera það í söngkeppni framhaldsskólanna, ásamt bróður sínum og fleiri samnemendum. Saman sungu þau lagið Somebody to Love, eitt af þekktari lögum kappans og hljómsveitar hans Queen.

Keppti á landsmóti harmonikkuunnenda

Söngur er ekki eina sviðið í tónlist sem Viðja skín á, auk söngsins hefur hún lært á fiðlu, píanó og harmonikku og er sjálflærð á gítar. Harmonikkan vekur sérstaka athygli því hún verður að teljast til óvenjulegri hljóðfæra fyrir ungt fólk að velja að læra á.

„Afi minn spilaði á harmonikku, ég bjó á Dalvík og það er mikill harmonikkuunaður í samfélaginu þar svo einhvern veginn leiddist ég í þetta. Ég hafði lært á píanóið svo ég þurfti bara að læra á bassann og draga sundur og saman auðvitað, mér finnst það mjög gaman. Ég hef meira að segja keppt á landsmóti íslenskra harmonikkuunnenda.“

Tölvugerð tónlist heillar

Viðja hefur samið nokkur lög, meðal annars fyrir skólaverkefni, en er ekki enn komin á þann stað að vera nógu ánægð með efnið og átt nógu mikið til að gefa út. „Mig langar að búa til ótrúlega tilfinningaríka tónlist. Það eru margir íslenskir tónlistarmenn sem hafa haft mikil áhrif á mig. Eins og hljómsveitin Vök, tónlistin þeirra er einmitt mjög tilfinningarík. Tölvugerð tónlist heillar mig, falleg tónlist sem er gerð í tölvu en er auðvelt að færa yfir í gítar eða acoustic.“

Hlutirnir hafa breyst hratt og mikið á síðustu mánuðum að sögn Viðju, sem segir símann og Facebook hafa farið á fullt strax eftir að áheyrnarprufan var sýnd. Hún stefnir ekki á að gefa neitt út sjálf á næstunni, ekki fyrr en hún er búin að safna upp efni sem hún er ánægð með. Hún býst við því að koma fram og jafnvel syngja með (feature) í lögum með öðrum tónlistarmönnum.

„Mig dreymir um að verða frægt nafn einn daginn en mig langar að leyfa hlutunum að gerast í rólegheitunum. Ég er ekki að flýta mér neitt, ég er bara 17 ára og hef nógan tíma fram undan.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einbeitingarhæfileikar þínir eru tilkomumiklir. Framandi, fjarlægir staðir vekja forvitni í huga þínum núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir