„Ísland yrði gott fangelsi“

Rússneski stjórnmálamaðurinn Vladímír Zhírínovskí vill sem fyrr að Ísland verði fangaeyja fyrir alla Evrópu. Í samtali blaðamanns Morgunblaðsins við Zhírínovskí kemur fram að hann álítur að erfitt yrði fyrir fangana að flýja héðan.

"Fjöldi fangelsa í Evrópu er gífurlegur og það kostar sitt að reka þau," segir Zhírínovskí. "Ef við hefðum einfaldlega eitt risastórt fangelsi fyrir alla evrópska glæpamenn kæmi þetta betur út," segir hann. Ef landsmenn samþykktu hugmyndina myndu þeir fá greitt fyrir að vista fangana og gæta þeirra, bætir hann við.

Zhírínovskí stefnir að því að verða forseti Rússlands ekki síðar en árið 2008. Hann viðrar ýmsar hugmyndir í viðtalinu, meðal annars vill hann að Kína verði skipt upp í sex hluta, segir að það myndi draga úr hættu sem hann telur stafa af ríkinu. Hann vill að einvörðungu verði þrír gjaldmiðlar í heiminum, dollari, evra og rúbla og heiminum verði stýrt frá Moskvu, Brussel og Washington.

Gagnasafn Morgunblaðsins: inum verði skipt í þrennt

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjárhagsleg velgengni er í nánd. Áætlun þín mun skila sér vel og skapa öryggi til framtíðar. Haltu áfram að sýna þolinmæði og úthald.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjárhagsleg velgengni er í nánd. Áætlun þín mun skila sér vel og skapa öryggi til framtíðar. Haltu áfram að sýna þolinmæði og úthald.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson