Köttur sagður kunna að segja nafnið sitt

Kötturinn Agui getur sagt nafnið sitt, og gerir það þegar hann verður hræddur, segir eigandi kattarins, sem býr í Peking.

„Í fyrra var ég að baða hann og hann var hræddur við vatnið. Eftir að hann mjálmaði nokkrum sinnum heyrði ég greinilega „Agui“,“ hefur Star Daily eftir eigandanum, herra Sun.

Síðan hafi Agui mjálmað nafnið sitt í hvert sinn sem hann hafi orðið hræddur.

Starfsmaður dýraspítala í borginni segir að hafi kötturinn ítrekað heyrt nafnið sitt gæti það hafa festst í huga hans og komi upp á yfirborðið þegar hann verði hræddur.

Hljóti kötturinn kerfisbundna þjálfun ætti hann að geta lært fleiri orð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reiknaðu ekki með því að óreyndu að samstarfsmenn eða fjölskyldumeðlimir séu nákvæmlega á sama máli og þú í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reiknaðu ekki með því að óreyndu að samstarfsmenn eða fjölskyldumeðlimir séu nákvæmlega á sama máli og þú í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson