Gifstu milljónamæringi segir Berlusconi

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. AP

Eigir þú í fjárhagsvandræðum skaltu giftast milljónamæringi, segir  Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.

Berlusconi lét ummælin falla í sjónvarpsþætti í gærkvöldi þegar ung kona spurði hann ung pör eigi að fara að því að stofna fjölskyldu án þess að hafa stöðuga vinnu.

„Þetta er heilræði sem ég get gefið sem faðir, þú ættir kannski að íhuga að giftast syni Berlusconis, eða einhverjum öðrum sem er ekki til jafn mikilla vandræða," sagði Berlusconi í umræddum sjónvarpsþætti. Berlusconi er talinn vera ríkasti maður á Ítalíu.

Berlusconi hélt áfram í svipuðum dúr þegar hann svaraði konunni: „Með þetta bros þitt gætir þú jafnvel komist upp með það.“

Margir ítalskir vinnuveitendur kjósa að ráða starfsfólk sitt tímabundið þar sem ítölsk lög gera þeim erfitt fyrir að reka fastráðið starfsfólk.

Berlusconi hefur áður lent í vandræðum vegna óheppilegra athugasemda og í þetta skiptið var hann gagnrýndur fyrir að vera ókurteis við konur og fjölda ungs fólks sem getur ekki skipulagt framtíð sína því það fær ekki stöðuga vinnu.

Berlusconi afsakaði sig síðar og sagðist aðeins hafa verið að grínast. Konan sem spurði spurningarinnar brosti þegar hún hlustaði á svar Berlusconis og sagði síðan ítölskum fjölmiðlum að hún mundi kjósa hann en Berlusconi er forsætisráðherraefni hægri flokkanna á Ítalíu og þingkosningar fara fram í apríl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka