Skeggbroddar leiðin til að vinna hjarta konunnar

Brad Pitt
Brad Pitt LEE CELANO
Konur laðast mest að körlum með skeggbrodda og síður að þeim sem eru sléttrakaðir eða alskeggjaðir. Þetta er niðurstaða breskrar rannsóknar sem náði til kvenna á aldrinum 18-44 ára. Flestar konurnar löðuðust síst að alskeggjuðum körlum, en þeir þóttu þroskaðastir. Þeir sléttrökuðu þóttu hafa næstminnsta kynþokkann og ráku lestina þegar spurt var hverjir væru karlmannlegastir útlits.