Meira kynlíf og oftar fullnæging

Karlmenn og konur á áttræðisaldri stunda mun oftar kynlíf í dag heldur en jafnaldrar þeirra fyrir þremur til fjórum áratugum síðan, samkvæmt nýrri sænskri rannsókn.

Konur um sjötugt segjast njóta kynlífs betur og í æ ríkari mæli en áður enda kreddur um kynlíf eldri borgara að minnka. Segir í frétt AFP um rannsóknina að fyrri rannsóknir hafi einblínt á það sem betur mætti fara í kynlífsiðkun eldri borgara og í raun að kynlíf þeirra sé eitthvað sem megi ekki ræða.

Að sögn Nils Beckman, sem stýrði rannsókninni sem var unnin á vegum Háskólans í Gautaborg, telur eldra fólk í dag að ástundun kynlífs sé hluti af lífsmynstri þess og það sé ekkert til að skammast sín fyrir.

Samanborið við sama aldurshóp árið 1971, segja tæplega tvöfalt fleiri giftar konur um sjötugt nú stunda kynlíf og mun fleiri segjast fá fullnægingu alltaf eða oft, segir Beckman. Yfir 10% kvenna á þessum aldri fyrir fjörtíu árum stundaði aldrei kynlíf en nú er hlutfallið komið í 0,4% bætir hann við. Hið sama á við um karlmenn á sama aldri. Hins vegar segjast margir þeirra eiga við risvandamál að stríða og mun fleiri heldur en fyrir fjórum áratugum.

Rannsókn Beckman og starfsfélaga hans byggir á viðtölum við Svía á áttræðisaldri á árunum 1972, 1977, 1993 og 2001.

Niðurstöður rannsóknarinnar er birt í British Medical Journal (BMJ).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlýjan streymir frá þér til umhverfisins og margir sækja í hana gleði og uppörvun. Þú færð hverja hugmyndina annarri betri en getur engan veginn gert upp á milli þeirra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlýjan streymir frá þér til umhverfisins og margir sækja í hana gleði og uppörvun. Þú færð hverja hugmyndina annarri betri en getur engan veginn gert upp á milli þeirra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson