Fíknefnalögregla haldlagði krókódíla

Fíkniefnalögregla í Brasilíu haldlagði tvo krókódíla, annan þeirra tæplega tveggja metra langan, er hún gerði húsrannsókn hjá tengdamóður fíkniefnasala. Grunur leikur á að krókódílarnir hafi verið notaðir til að pynta meðlimi annarra gengja.

Tengdamóðir fíkniefnasalans hafði ekki hugmynd um að krókódílarnir voru í húsi hennar, og var hún ekki handtekin í aðgerðum lögreglulnnar. Krókódílarnir voru fluttir í dýragarðinn í Rio de Janeiro.

Auk þess að haldleggja krókódílana handtók lögreglan þrjá menn í húsrannsókninni, sem gerð var í fátækrahverfinu Coreia í Rio.

Lögreglan telur líklegt að fíkniefnasalarnir hafi notað krókódílana til að losa sig við lík eða pynta meðlimi annarra gengja. Kveðst lögreglan þó ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að neinn hafi verið étinn í húsinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson