Bera sig á netinu

mbl.is/Kristinn

Bandarísk könnun sýnir að einn af hverjum fimm unglingum þar í landi notar farsíma, vefmyndavélar eða aðra samskiptatækni til að dreifa ljósmyndum af sér fáklæddum til annarra (www.thenationalcampaign.org).

Í frétt á heilsuvef New York Times er haft eftir John Grohol sálfræðingi að skýringuna á þessu háa hlutfalli megi finna í ákveðnum kenningum um að fólk geri og segi margt á netinu sem það myndi ekki gera augliti til auglitis við fólk. Hann segir unglinga sjálfa halda því fram að þeir verði framhleypnari og ágengari með tæknina að vopni. „Það óhugnanlega er að flestir svarendur könnunarinnar voru sammála því að þessi hegðun á netinu gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar, en létu slíkt sem vind um eyru þjóta. Jafnvel þó að unglingarnir geri sér grein fyrir að auðveldlega er hægt að vista og dreifa myndunum víða stoppar það þá ekki.“

Á vefsíðunni PsychCentral.com má finna ábendingar til foreldra og unglinga sem vert er að skoða áður en ýtt er á „send“ og mynd sem gæti skotið upp kollinum í atvinnuviðtali mörgum árum seinna, látin ferðast milli tölva um allan heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.