Stjórnendur íslensku bankanna fá Ig Nóbelinn

Sumir verðlaunahafar voru viðstaddir þegar Ig Nóbelsverðlaunin voru afhent í ...
Sumir verðlaunahafar voru viðstaddir þegar Ig Nóbelsverðlaunin voru afhent í gærkvöldi. Þar á meða var lýðheilsuverðlaunahafinn Elena Bodnar með brjóstahaldarann sem hægt er að breyta í gasgrímu. AP

Stjórnendur og endurskoðendur föllnu íslensku viðskiptabankanna þriggja og Seðlabanka Íslands hlutu svonefndan Ig Nóbel, grínverðlaun sem vefritið Impropable Research í Harvard háskóla veitir árlega í aðdraganda Nóbelsverðlaunanna.

Íslensku bankamennirnir fá verðlaunin í hagfræði fyrir að sýna fram á að hægt sé að breyta örbönkum í stórbanka á skömmum tíma  og öfugt  og fyrir að sýna að hægt sé að gera svipað við hagkerfi heilla þjóða. 

Meðal annarra verðlaunahafa voru   Catherine Douglas og Peter Rowlinson, sem fengu verðlaunin í dýralækningum fyrir að sýna fram á að kýr sem hafa fengið nöfn mjólka betur en nafnlausar kýr.

Donald Unger fékk verðlaunin í læknisfræði fyrir að láta braka aðeins í hnúum annarrar handarinnar í 60 ár til að rannsaka hvort slíkt athæfi leiddi til liðagigtar.

Lögreglan á Írlandi fékk verðlaunin í bókmenntum fyrir að gefa út 50 sektarmiða á nafn Pólverjans Prawo Jazdy, sem þýðir á pólsku: er ekki með ökuskírteini.

Þá fengu  Katherine Whitcome, Liza Shapiro og Daniel Lieberman verðlaun í eðlisfærði fyrir að rannsaka hvernig þungaðar konur halda jafnvægi. Seðlabanki Simbabve fékk verðlaun í stærðfræði fyrir að gefa út gjaldmiðil með verðgildi frá 1 senti til 100 billjóna. Loks fengu  Elena Bodnar, Raphael Lee og Sandra Marijan verðlaun fyrir lýðheilsu fyrir að finna upp brjóstahaldara sem hægt er að breyta í gasgrímu.

mbl.is

Bloggað um fréttina