Smartland 9 ára: Þetta eru vinsælustu fréttir frá upphafi

Smartland 9 ára: Þetta eru vinsælustu fréttir frá upphafi

Málefni - Hverjir voru hvar

Smartland 9 ára: Þetta eru vinsælustu fréttir frá upphafi

Málefni - Hverjir voru hvar

Smartland Mörtu Maríu er 9 ára í dag en vefurinn hóf göngu sína 5. maí 2011. Síðan þá hafa vinsældir vefsins verið miklar og hefur lesturinn aukist jafnt og þétt. Margt hefur borið á góma en samfélagið hefur líka þróast töluvert á þessum 9 árum.  

Í upphafi var Smartland hugsað fyrir skvísuhúsmæður sem þurftu pásu frá lífinu en svo hefur vefurinn þróast þannig að 40% lesenda í hverri viku eru karlar. 

Anna Mjöll Ólafsdóttir og fyrrum eiginmaður hennar, Cal Worthington á …
Anna Mjöll Ólafsdóttir og fyrrum eiginmaður hennar, Cal Worthington á brúðkaupsdaginn. mbl.is

Fyrsta fréttin sem sló í gegn var 5. maí 2011 um Önnu Mjöll okkar Ólafsdóttur söngkonu í Los Angeles sem gekk í hjónaband með Cal Worthington, sem var 92 ára gamall. Fréttin vakti mikla athygli en brúðkaupið fór fram 9. apríl sama ár. 

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Í fyrra flutti Sævar Þór Jónsson lögmaður á Sævar Þór & Partners til Smartlands og hefur hann síðan þá svarað spurningum lesenda. Hann fékk starfið því hann á sama afmælisdag og Smartland. Ein vinsælasta fréttin á Smartlandi frá upphafi er spurning konunnar sem vildi gera dóttur sína arflausa eftir að hún kom fram í viðtali á Stöð 2. 

Sveinn Andri Sveinsson og Kristrún Ösp Barkardóttir.
Sveinn Andri Sveinsson og Kristrún Ösp Barkardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2011 voru Sveinn Andri Sveinsson lögmaður og Kristrún Ösp Barkardóttir kærustupar. Seinna slitnaði upp úr sambandinu og hún varð ólétt. Á aðfangadag 2012 greindi Sveinn Andri frá því að hann væri barnsfaðir hennar og væri stoltur af því.

Ragnhildur Sveinsdóttir Eiður Smári Guðjohnsen á meðan allt lék í …
Ragnhildur Sveinsdóttir Eiður Smári Guðjohnsen á meðan allt lék í lyndi en fyrir nokkrum árum skildu leiðir þeirra.

Eiður Smári og Ragnhildur reyndu að skila 10 milljóna lóð við Hólmaþing árið 2012 en lóðina höfðu þau fengið úthlutaða árið 2005 þegar Gunnar Birgisson, þáverandi bæjarstjóri í Kópavogi, vildi búa til ígildi Beverly Hills í Kópavogi. Ætlunin var að safna saman ríku og frægu fólki við Elliðavatn og þannig yrði bæjarfélagið ennþá eftirsóttara en svo fór vegagerðin í það að búa til látlaus hringtorg og þá fór glansinn pínu af þessu. Í dag býr Herdís Hallmarsdóttir lögmaður í húsinu. 

Hildur Guðnadóttir tónskáld sópaði að sér verðlaunum.
Hildur Guðnadóttir tónskáld sópaði að sér verðlaunum.

Hildur Guðnadóttir kom, sá og sigraði á þessu ári þegar hún sópaði að sér verðlaunum fyrir tónsmíðar sínar. Smartland velti því fyrir sér hver væri maðurinn í lífi Hildar og ekki fór lítið fyrir áhuga fólks enda ein mest lesna frétt vefsins á níu árum. 

Júlíana Jónsdóttir, Engilbert Hafsteinsson, Skúli Mogensen og Rikka.
Júlíana Jónsdóttir, Engilbert Hafsteinsson, Skúli Mogensen og Rikka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svo voru það tónleikar Justins Timberlakes sem gerðu allt vitlaust. Þangað sópaðist ríka og fræga fólkið. Logi og Svanhildur létu sig ekki vanta og heldur ekki Hjörvar Hafliðason, Magni í Á móti sól, Solla Eiríks, Skúli Mogensen, Rikka og Bjössi í World Class og svo mætti lengi telja. Smartland hefur gert mikið af því að fjalla um samkvæmislífið í gegnum tíðina þótt síðustu tveir mánuðir hafi verið svolítið goslausir á djamminu. Um leið og Víðir leyfir mun partíhald landsmanna fá sinn stað á Smartlandi. 

Brynhildur Guðjónsdóttir.
Brynhildur Guðjónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Fasteignafréttir hafa alltaf átt sinn stað á vefnum. Í byrjun árs var greint frá því á Smartlandi að Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og leikstjóri og nú borgarleikhússtjóri hefði fest kaup á glæsihúsi leiðtoga sósíalista á Íslandi. 

mbl.is