Fáninn í hálfa stöng við sendiráðið

Fáninn í hálfa stöng við sendiráðið

Fáninn í hálfa stöng við sendiráðið

Málefni - Kórónuveiran COVID-19

Bandaríska fánanum hefur verið flaggað í hálfa stöng við bandaríska sendiráðið hér á landi til minningar um þau 500 þúsund sem látist hafa af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum.

Flaggað í hálfa stöng við Bandaríska sendiráðið á Íslandi.
Flaggað í hálfa stöng við Bandaríska sendiráðið á Íslandi. Ljósmynd/Bandaríska sendiráðið

Ljóst var í morgun að í þessari viku yrðu dauðsföllin hálf milljón vegna Covid-19. Hvatt hefur verið til þess að flagga í hálfa stöng í Bandaríkjunum í fimm daga

Fram kemur í yfirlýsingu Hvíta hússins vegna þessara tímamóta að það séu fleiri dauðsföll Bandaríkjamanna á einu ári en í heimsstyrjöldinni fyrri, seinni og Víetnamstríðinu samtals. 

mbl.is