Smitaður á Íslenska barnum

Kórónuveiran COVID-19 | 18. apríl 2021

Smitaður á Íslenska barnum

Einstaklingur sem var smitaður af kórónuveirunni heimsótti Íslenska barinn í Ingólfsstræti föstudaginn 9. apríl. Allir þeir sem sóttu staðinn þann dag eru hvattir til að bóka tíma í skimun, en ekki er þörf á að fara í sóttkví. Þetta kemur fram í færslu sem fyrirtækið setur á Facebook.

Smitaður á Íslenska barnum

Kórónuveiran COVID-19 | 18. apríl 2021

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Einstaklingur sem var smitaður af kórónuveirunni heimsótti Íslenska barinn í Ingólfsstræti föstudaginn 9. apríl. Allir þeir sem sóttu staðinn þann dag eru hvattir til að bóka tíma í skimun, en ekki er þörf á að fara í sóttkví. Þetta kemur fram í færslu sem fyrirtækið setur á Facebook.

Í færslunni segir að starfsmenn hafi fengið þessar upplýsingar frá smitrakningarteymi almannavarna í dag. Skráningarblöð yfir gesti staðarins þann dag hafi verið send á rakningarteymið.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að tekist hefði að tengja saman smit á leikskólanum Jörfa og önnur smit, sem greinst hafa utan sóttkvíar, við veitingastað í borginni.mbl.is