Hilmir Snær og Björn Hlynur flottir í Cannes

Fatastíllinn | 13. júlí 2021

Hilmir Snær og Björn Hlynur flottir í Cannes

Íslenska kvikmyndin Dýrið eða Lamb eftir Valdimar Jóhannsson var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn brosti út í annað ásamt leikurum myndarinnar þeim Hilmi Snæ Guðnasyni, Birni Hlyni Haraldssyni og sænsku stjörnunni Noomi Rapace. 

Hilmir Snær og Björn Hlynur flottir í Cannes

Fatastíllinn | 13. júlí 2021

Íslenski leikarinn Hilmir Snær Guðnason, leikstjórinn Valdimar Johannsson, sænska leikkonan …
Íslenski leikarinn Hilmir Snær Guðnason, leikstjórinn Valdimar Johannsson, sænska leikkonan Noomi Rapace og Björn Hlynur Haraldsson í Cannes. AFP

Íslenska kvikmyndin Dýrið eða Lamb eftir Valdimar Jóhannsson var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn brosti út í annað ásamt leikurum myndarinnar þeim Hilmi Snæ Guðnasyni, Birni Hlyni Haraldssyni og sænsku stjörnunni Noomi Rapace. 

Íslenska kvikmyndin Dýrið eða Lamb eftir Valdimar Jóhannsson var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjórinn brosti út í annað ásamt leikurum myndarinnar þeim Hilmi Snæ Guðnasyni, Birni Hlyni Haraldssyni og sænsku stjörnunni Noomi Rapace. 

Hilmir Snær var í hvítum sumarlegum jakkafötum úr léttu efni og tvíhnepptu vesti eins og það gerist best á ítölsku riveríunni. Björn Hlynur var í dökkbláum jakkafötum og Valdimar í svörtum með slaufu. 

Hilmir Snær, Valdimar, Noomi Rapace og Bjorn Hlynur.
Hilmir Snær, Valdimar, Noomi Rapace og Bjorn Hlynur. AFP

Mynd­in fjall­ar um sauðfjár­bænd­urna Maríu sem Noomi Rapace leikur og Ingvar sem Hilm­ir Snær Guðna­son leikur. Þau búa í fögr­um en af­skekkt­um dal. Þegar dul­ar­full vera fæðist á bónda­bæn­um ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið af­kvæmi. Von­in um nýja fjöl­skyldu fær­ir þeim mikla ham­ingju um stund, ham­ingju sem verður þeim síðar að tor­tím­ingu.

Valdimar Jóhannsson og Noomi Rapace.
Valdimar Jóhannsson og Noomi Rapace. AFP
mbl.is