Hvetja fólk til að mæta snemma á völlinn

Kórónuveiran COVID-19 | 27. júlí 2021

Hvetja fólk til að mæta snemma á völlinn

Miklar annir á Keflavíkurflugvelli skýra langar raðir þar og leikur þar stórt hlutverk að ekki sé hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar á vellinum. Fólk sem er á leið úr landi er hvatt til að mæta eins tímanlega og því er unnt á flugvöllinn. 

Hvetja fólk til að mæta snemma á völlinn

Kórónuveiran COVID-19 | 27. júlí 2021

Innritunarröðin var löng í morgun.
Innritunarröðin var löng í morgun. Ljósmynd/Steinþór Guðbjartsson

Miklar annir á Keflavíkurflugvelli skýra langar raðir þar og leikur þar stórt hlutverk að ekki sé hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar á vellinum. Fólk sem er á leið úr landi er hvatt til að mæta eins tímanlega og því er unnt á flugvöllinn. 

Miklar annir á Keflavíkurflugvelli skýra langar raðir þar og leikur þar stórt hlutverk að ekki sé hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar á vellinum. Fólk sem er á leið úr landi er hvatt til að mæta eins tímanlega og því er unnt á flugvöllinn. 

Eins og mbl.is greindi frá í morgun náði innritunarröðin í Leifsstöð út á götu í morgunsárið. 

„Þetta er bara vegna þess að það er mikið að gera. Það er út af því að þessar sjálfsafgreiðsluvélar eru lokaðar svo það þarf alltaf að sýna einhverri manneskju, sem sér um byrðingarnar hérna heima, pappírana,“ segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia.

Opnuðu fyrr á öryggisleitina

Ekki er hægt að innrita sig sjálfvirkt á Keflavíkurflugvelli vegna þeirra vottorða sem ferðamenn þurfa að framvísa sökum kórónuveirufaraldursins.

„Við reyndum að mæta þessu með því að opna fyrr á öryggisleitina. Við hvetjum fólk til þess að mæta snemma til þess að komast hjá löngum röðum,“ segir Grettir.

Ætti fólk þá t.d. að mæta þremur tímum fyrir flug en ekki tveimur?

„Það er best að fólk mæti sem fyrst. Við hvetjum fólk til þess.“

mbl.is