Belgíski strútahvíslarinn vekur athygli

Krúttleg dýr | 4. ágúst 2021

Belgíski strútahvíslarinn vekur athygli

Ótrúlegt myndband af hinni belgísku Wendy Adriaens í faðmlagi við strút hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum. Í myndbandinu, sem var birt á samfélagsmiðlinum TikTok, sést Adriaens leggja niður hvítt teppi í garðinum hjá sér þar sem hún virðist hýsa strút.

Belgíski strútahvíslarinn vekur athygli

Krúttleg dýr | 4. ágúst 2021

Strútar eru stærstu fuglarnir og eru ófleygir.
Strútar eru stærstu fuglarnir og eru ófleygir. Ljósmynd/J. Cercay

Ótrúlegt myndband af hinni belgísku Wendy Adriaens í faðmlagi við strút hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum. Í myndbandinu, sem var birt á samfélagsmiðlinum TikTok, sést Adriaens leggja niður hvítt teppi í garðinum hjá sér þar sem hún virðist hýsa strút.

Ótrúlegt myndband af hinni belgísku Wendy Adriaens í faðmlagi við strút hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum. Í myndbandinu, sem var birt á samfélagsmiðlinum TikTok, sést Adriaens leggja niður hvítt teppi í garðinum hjá sér þar sem hún virðist hýsa strút.

Strúturinn gengur í átt að henni þar sem hún leggur niður teppið. Eftir að hún leggur það niður sest hún á það. Þá nálgast strúturinn hana og beygir sig niður til hennar á teppið. Adriaens færir sig þá nær strútnum og við það fallast fugl og kona í einstakt faðmlag.   

Alls hefur verið horft á myndbandið tæplega 24 milljón sinnum. Nafn strútsins fylgir því miður ekki myndbandinu. 

mbl.is