Íslenskir hestar og hundar frá Gasa á JFK-flugvelli

Krúttleg dýr | 19. mars 2024

Íslenskir hestar og hundar frá Gasa á JFK-flugvelli

Tólf íslenskir hestar og 69 hundar frá Vesturbakkanum eru á meðal þeirra dýra sem hafa farið í gegnum JFK-flugvöll í New York í Bandaríkjunum á síðustu dögum. 

Íslenskir hestar og hundar frá Gasa á JFK-flugvelli

Krúttleg dýr | 19. mars 2024

Íslenskur hestur í ARK-aðstöðunni. Óvíst er hvort hann sé einn …
Íslenskur hestur í ARK-aðstöðunni. Óvíst er hvort hann sé einn af þessum tólf sem fór nýlega í gegnum stöðina. Ljósmynd/The ARK

Tólf íslenskir hestar og 69 hundar frá Vesturbakkanum eru á meðal þeirra dýra sem hafa farið í gegnum JFK-flugvöll í New York í Bandaríkjunum á síðustu dögum. 

Tólf íslenskir hestar og 69 hundar frá Vesturbakkanum eru á meðal þeirra dýra sem hafa farið í gegnum JFK-flugvöll í New York í Bandaríkjunum á síðustu dögum. 

New York Times fjallar um ARK-aðstöðuna á flugvellinum sem er oft fyrsti viðkomustaður alls kyns dýra sem koma til Bandaríkjanna. Þá eru dýr einnig send úr landi út frá aðstöðunni. 

ARK-aðstaðan er í einkaeigu og er á tæplega 6 hektara svæði við flugvöllinn. Þar er aðstaða fyrir alls konar dýr, allt frá veðhlaupahestum til framandi dýra sem finnast í dýragörðum.

69 palestínskum hundum bjargað

Í greininni er sagt frá 69 palestínskum hundunum sem lentu á flugvellinum síðdegis á föstudag. 

Maad Abu-Ghazalah hafði rekið athvarf fyrir hunda í Nablus á Vesturbakkanum. Flestir hundarnir höfðu verið yfirgefnir og nokkrir misst fætur eftir að bílar keyrðu á þá.

Hundar í aðstöðunni.
Hundar í aðstöðunni. Ljósmynd/The ARK

Athvarfið hafði verið „paradís“ að sögn Abu-Ghazalah en eftir að stríðið á Gasa braust út gat hann ekki rekið það áfram. 

Hann hafði þá samband við S.P.C.A. sem eru alþjóðleg dýraverndunarsamtök sem höfðu síðan samband við ARK-aðstöðuna. 

Mikið verk var unnið til þess að koma hundunum til Bandaríkjanna sem tókst þrátt fyrir að fluginu hafi verið frestað nokkrum sinnum. Hundunum verður nú komið fyrir víðs vegar um Bandaríkin. 

Abu-Ghazalah sem býr í Norður-Karólínu kvaðst vera afar þakklátur að fyrsti viðkomustaður hundanna hafi verið ARK.

ARK-aðstaðan er fyrir alls konar dýr.
ARK-aðstaðan er fyrir alls konar dýr. Ljósmynd/The ARK

Hestarnir fengu fótabað

Fraktvél Icelandair lenti með íslensku hestana fyrir stuttu síðan. Um var að ræða tólf úrvals gæðinga. 

Hestarnir dvöldu í sóttkví í ARK í tvo sólarhringa þar sem þeir fengu meðal annars fótabað.

Sex fóru síðan til Vermont, fjórir til Kentucky og tveir til Kaliforníu. Hver hestur hafði meðferðis sjúkrasögu sína, rakningarnúmer og vegabréf. 

Óvíst er hvenær þessi hestur var í ARK.
Óvíst er hvenær þessi hestur var í ARK. Ljósmynd/The ARK

Christian Rakshys sá um að flytja íslensku hestana til Bandaríkjanna en hann hefur sérstakan áhuga á íslenskum hestum. 

Hann og sonur hans, sem hefur sérþarfir, eru að skipuleggja ferð til Íslands í sumar til að velja sér hest. 

Í grein New York Times má lesa um fleiri dýr sem hafa haft viðkomu í ARK-aðstöðunni og sögu aðstöðunnar. 

mbl.is