Flúði frá Bastøy – fólk varað við

Krúttleg dýr | 17. október 2023

Flúði frá Bastøy – fólk varað við

Fátítt er að flóttatilraunir frá fangelsiseyjunni Bastøy úti fyrir smábænum Horten í Suðaustur-Noregi heppnist og líða jafnan ár milli þess að fréttir berist af föngum sem þaðan komast í land. Síðast gerðist það árið 2018 þegar fangi komst yfir bátkænu og reri yfir tveggja kílómetra breitt sundið til Borre í Horten.

Flúði frá Bastøy – fólk varað við

Krúttleg dýr | 17. október 2023

Fáum hefur tekist að flýja fangelsið á Bastøy sem opnað …
Fáum hefur tekist að flýja fangelsið á Bastøy sem opnað var árið 1971 á grunni hins illræmda Bastøy-skóla þangað sem piltar er ratað höfðu á refilstigu í lífinu voru sendir og fjallað er um í bókinni Djöflaeyjan í Óslóarfirði eftir Yngvar Ustvedt Ljósmynd/Wikipedia.org/Erlend Bjørtvedt

Fátítt er að flóttatilraunir frá fangelsiseyjunni Bastøy úti fyrir smábænum Horten í Suðaustur-Noregi heppnist og líða jafnan ár milli þess að fréttir berist af föngum sem þaðan komast í land. Síðast gerðist það árið 2018 þegar fangi komst yfir bátkænu og reri yfir tveggja kílómetra breitt sundið til Borre í Horten.

Fátítt er að flóttatilraunir frá fangelsiseyjunni Bastøy úti fyrir smábænum Horten í Suðaustur-Noregi heppnist og líða jafnan ár milli þess að fréttir berist af föngum sem þaðan komast í land. Síðast gerðist það árið 2018 þegar fangi komst yfir bátkænu og reri yfir tveggja kílómetra breitt sundið til Borre í Horten.

Annar stal brimbretti í eigu fangelsisins árið 2015 og náði landi með leikfangaskóflu sem ár og þriðji flóttinn átti sér svo stað árið 2005 frá fangelsinu sem reis árið 1971 á grunni hins illræmda Bastøy-skóla sem í bókum norska ríkisins hét „Opdragelsesanstalt for forsømte gutter“ eða „Uppeldisstofnun fyrir afskipta pilta“ og byggði á ströngum aga og þungum líkamlegum refsingum eins og Yngvar Ustvedt fjallaði um í bók sinni Djeveløya i Oslofjorden – Historien om Bastøy og andre straffeanstalter for slemme gutter eða Djöflaeyjan í Óslóarfirði – Sagan af Bastøy og öðrum tyftunarstofnunum fyrir slæma stráka sem út kom árið 2000.

Hefur áhyggjur af börnum

Í gær fluttu norskir fjölmiðlar þó fréttir af flótta frá eyjunni og varaði Knut Are Svenkerud við „strokufanganum“ sem raunar hafði þó engan dóm hlotið. Hér var á ferð refur sem laumaði sér um borð í ferjuna milli lands og eyjar og komst í land þótt til hans hefði sést í ferjunni en Arild Fevang, farþegi um borð, tók meðfylgjandi myndir og heimilaði mbl.is góðfúslega að nota.

Refalæðan Mikkelina kom sér um borð í ferjuna er siglir …
Refalæðan Mikkelina kom sér um borð í ferjuna er siglir milli Bastøy og Horten og hvarf leiftursnöggt í land þrátt fyrir að til hennar hefði sést í ferjunni. Fangelsisstjóri varar við því að refir eyjarinnar séu mjög góðu vanir og alls óhræddir við fólk. Ljósmynd/Arild Fevang

Dagblaðið VG veltir því upp að dýrið hafi hugsanlega komist á snoðir um að til stæði að fella hluta refastofnsins í eynni þar sem hann þætti orðinn fullstór og eru margir refanna mjög gæfir, til dæmis læðan Mikkelina sem tókst að flýja í gær en hún tilheyrir hópi refa sem fangarnir mata jafnan sér til yndisauka og eru alls óhræddir við mannfólk – ganga jafnvel hart fram og vilja sinn mat og engar refjar.

Þess vegna kaus Svenkerud fangelsisstjóri að vara við Mikkelinu og kveðst hann í samtali við Gjengangeren og fleiri staðarmiðla einkum hafa áhyggjur af börnum þar sem refir eyjarinnar séu vanir því að heimta mat sinn með þjósti.

Mikkelina á leið út á bifreiðaþilfar ferjunnar, greinilega búin að …
Mikkelina á leið út á bifreiðaþilfar ferjunnar, greinilega búin að kynna sér allar flóttaleiðir. Fangelsisstjóri hefur tilkynnt lögreglunni í Horten um „strokufangann“. Ljósmynd/Arild Fevang

Enginn pitbull-refur

Kveðst Svenkerud hafa haft samband við lögreglu í Horten auk stjórnenda sveitarfélagsins. „Hún er vön því að leita til fólks eftir mat en þetta er enginn pitbull-refur,“ segir hann og vísar þar í hundakynið annálaða. Fangar hjá honum hafi verið bitnir einstaka sinnum þegar refirnir kíkja í mötuneytið auk þess sem hann segir af því að þeir eigi það til að fara í veski hjá gestkomandi finni þeir matarlykt þaðan.

Refirnir í Bastøy hafa lifað í góðu yfirlæti á mat …
Refirnir í Bastøy hafa lifað í góðu yfirlæti á mat sem fangarnir gefa þeim og eru alls óhræddir við mannfólkið. Hér nálgast Mikkelina Arild Fevang ljósmyndara. Ljósmynd/Arild Fevang

Svenkerud segist efast um að Mikkelina hafi notið aðstoðar við flóttann, hún hafi verið ein að verki og sé eftir því sem hann veit úr síðasta goti á eyjunni, þar með yngsti strokufanginn fram til þessa.

„En það hlýtur að vera leyfilegt, jafnvel fyrir mig, að segja að þeir eru sætir,“ segir Svenkerud fangelsisstjóri að lokum við VG.

VG

Gjengangeren greindi fyrst frá (læst áskriftargrein)

mbl.is