Héldu að bíllinn væri farinn að mjálma

Krúttleg dýr | 24. júlí 2023

Héldu að bíllinn væri farinn að mjálma

Kötturinn Þoka lenti í miklu ævintýri fyrr í mánuðinum þegar hún opnaði glugga þar sem hún var í pössun, slapp út og festist undir frambretti bíls skammt frá. Nauðsynlegt var að fara með bílinn á verkstæði til að ná Þoku út sem sat pikkföst, en hún fannst þegar eigendur bílsins ætluðu að keyra af stað og héldu að bílinn væri allt í einu byrjaður að mjálma.

Héldu að bíllinn væri farinn að mjálma

Krúttleg dýr | 24. júlí 2023

Þoka er nú komin með GPS ól.
Þoka er nú komin með GPS ól. Ljósmynd/Aðsend

Kötturinn Þoka lenti í miklu ævintýri fyrr í mánuðinum þegar hún opnaði glugga þar sem hún var í pössun, slapp út og festist undir frambretti bíls skammt frá. Nauðsynlegt var að fara með bílinn á verkstæði til að ná Þoku út sem sat pikkföst, en hún fannst þegar eigendur bílsins ætluðu að keyra af stað og héldu að bílinn væri allt í einu byrjaður að mjálma.

Kötturinn Þoka lenti í miklu ævintýri fyrr í mánuðinum þegar hún opnaði glugga þar sem hún var í pössun, slapp út og festist undir frambretti bíls skammt frá. Nauðsynlegt var að fara með bílinn á verkstæði til að ná Þoku út sem sat pikkföst, en hún fannst þegar eigendur bílsins ætluðu að keyra af stað og héldu að bílinn væri allt í einu byrjaður að mjálma.

mbl.is hafði samband við eiganda hinnar fjögurra ára gömlu Þoku, Sigurjón Fjalar Sighvatsson, sem sagði blaðamanni alla sólarsöguna.

„Þetta byrjaði þannig að við vorum að fara á ættarmót þar síðustu helgi og þurftum eiginlega að fá skyndipössun fyrir hana. Vanalega þegar hún fer í pössun þá fer hún til einhvers fjölskyldumeðlims en það voru náttúrulega allir að fara á sama staðinn þarna. Ég enda á að heyra í vini mínum sem býr í Úlfarsárdalnum, ég vissi að hann og kærasta hans ættu kött þannig ég ákvað að tékka á þeim, það var ekkert mál og ég fór með hana til þeirra,“ segir Sigurjón.

Þoka er þekkt fyrir það að kunna að opna glugga og koma sér út. Vanalega leiti hún þó fljótt heim aftur eða eftir hámark tvo til þrjá klukkutíma.

„Ég sagði það einmitt við þau þegar ég kom með hana að hún kynni að opna glugga en ég sagði líka við þau að hún gæti eiginlega ekki opnað svona glugga. Hún kann að opna þessar gömlu, klassísku festingar sem þú snýrð og lyftir upp. En á þessum nýju gluggum er svona minna handfang sem þú þarft að snúa og er aðeins stífara, hún kann að opna þá en hefur eiginlega ekki kraftinn í það.“

Horfin í tólf tíma

Sigurjón og kærasta hans héldu því á ættarmót enda var Þoka í góðum höndum. Þegar þau voru á leiðinni aftur heim á sunnudegi fær hann svo símtal frá vini sínum sem greinir honum frá því að Þoka hafi ekki sést síðan á aðfaranótt sunnudags.

„Ég var nú ekkert stressaður fyrst, ég sagði, hún á eftir að skila sér aftur, þetta er ekkert mál. Eina sem ég var pínu hræddur við var að hún var alveg á nýjum slóðum þarna og er yfirleitt algjör heigull þegar hún fer út. Hún þorir ekkert mikið að vera á stöðum þar sem hún þekkir sig lítið þannig ég var nokkuð viss um að hún myndi skila sér aftur tiltölulega fljótt. Hann sagðist vera búinn að leita að henni, hún var búin að vera horfin í örugglega tólf tíma þegar ég heyri í honum, sem var orðið svolítið mikið nú þegar.“

Við tók mikil leit en allt kom fyrir ekki, Þoku var ekki neins staðar að finna og nágrannar á svæðinu sögðust heldur ekki hafa tekið eftir henni. Áður en að eigendur Þoku mættu á svæðið var vinur hans einnig búinn að ganga um allt hverfið og framkvæmdasvæðin í kring.

„Leitin heldur áfram næstu daga, ég reyndi að fara þarna á næturnar og svo voru aðrir að leita á daginn. Maður var þarna frá miðnætti og stundum til fjögur, fimm að labba um allt og leita í öllum krókum og kimum. Það kannaðist enginn við að hafa séð hana, sem okkur fannst mjög skrítið af því þetta er köttur sem fer ekkert fram hjá þér ef þú sérð hana á götunni,“ segir Sigurjón.

„Hún er bara algjör prakkari“

Á næstu dögum voru hengdar upp auglýsingar um allt hverfi, í stigaganga, sundlaugar, leikskóla og jafnvel nærliggjandi hverfum ef ske kynni að hún hefði komist lengra en þau grunaði. Þau prentuðu út meira en hundrað auglýsingar og lýstu eftir Þoku á öllum stöðum sem þeim duttu í hug á Facebook. Þau leituðu meira að segja á Úlfarsfelli eftir að ábending barst um að hún hefði mögulega sést á svæði þar í kring.

„Maður var náttúrulega orðinn svolítið stressaður þegar það voru liðnir fjórir dagar þar sem það hafði ekkert sést til hennar. Svo byrja ég að vinna á aðfaranótt fimmtudags vikuna sem hún týnist, fer á næturvakt, svo kem ég heim hérna um morguninn og fer að sofa, ætlaði svo að fara að leita þegar ég vaknaði. Svo vaknaði ég bara við símann að hringja um hádegisbilið og þá er kærastan mín að hringja í mig og segja að hún sé fundin, alveg í einhverju kasti. Og ég bara: Já, okei, hvar? Þá sagði hún að hún hefði fundist inni í einhverjum bíl. Bíllinn væri á leiðinni upp á verkstæði og hún væri á leiðinni þangað.“

 Hér að neðan má sjá þegar unnið var að því að ná Þoku út.


Sigurjón nefnir að vinafólk hans, sem var að passa Þoku þegar hún týndist, hafi komið sér upp á verkstæði um leið. Þau hafi ef til vill gert hvað mest til að leita Þoku en þau hefðu lítið getað gert til þess að koma í veg fyrir þetta.

„Þetta var náttúrulega algjörlega ekkert þeim að kenna, hún er bara algjör prakkari, það er ekkert hægt að koma í veg fyrir að hún geri þetta,“ segir Sigurjón og hlær.

„Ég bruna upp á Kia umboðið í Grafarholtinu, þá er bíllinn kominn þangað og allir þar. Þá er hún búin að troða sér einhvern veginn undir frambrettið á bílnum, vinstra. Hún er bara svona undir plasthlífinni þar, alveg gjörsamlega pikkföst. Hún var búin að krafsa fóðrunina undir brettinu þannig að það sást í hana, annars hefði ekkert sést í hana. Hún var alveg lokuð þarna inni. Hún var örugglega búin að vera þarna í góðan part af tímanum sem hún var týnd því þegar maðurinn á verkstæðinu skrúfar hlífina undan þurfum við að tosa hana út, hún er gjörsamlega föst þarna.“

Bíllinn sem um ræðir tilheyrði fólki í næsta húsi við vinafólk Sigurjóns.

Mögulega búið að rúnta aðeins með köttinn

Á endanum náðist að losa Þoku og strax í kjölfarið var farið með hana til dýralæknis. Hún slapp vel eftir ævintýrið með nokkrar skrámur á andliti en var mjög þyrst. Sigurjón segir hana láta eins og ekkert hafi í skorist. 

Hér má sjá Þoku, sem lætur eins og ekkert hafi …
Hér má sjá Þoku, sem lætur eins og ekkert hafi í skorist. Ljósmynd/Aðsend

„Ég held að þessi bíll sé í daglegri notkun þannig það getur vel verið að það hafi verið búið að rúnta með hana um bæinn í bílnum. Hún fannst sem sagt þannig að þau voru að setjast inn í bíl og að fara að keyra af stað og þá mjálmaði bíllinn á þau. Svo sáu þau glitta í hana og voru einmitt búin að sjá auglýsinguna þannig þau hringdu bara beint í okkur,“ segir Sigurjón.

„Svo kom í ljós eftir á að glugginn sem hún strauk út um, þessir gluggar sem ég hélt að hún hefði ekki kraftinn í að opna, það var laflaust á honum handfangið þannig það var ekkert mál fyrir hana að vippa því upp og opna gluggann. [...] Hún var í pössun hjá systur minni og þá einmitt gerði hún það sama, opnaði glugga og fór út og þá reyndu þau að raða dóti fyrir framan gluggann en það breytti engu, hún bara færði það frá og opnaði út.“

Sigurjón segist nú vera búinn að redda GPS-ól og að Þoka muni ekkert fá að fara án hennar héðan í frá.

„Ef hún fer í burtu frá þessari byggingu þá verður hún með hana á sér,“ segir hann að lokum.

mbl.is