Myndskeið: Hjálpa dýrunum að kæla sig í 43 stigum

Krúttleg dýr | 20. júlí 2023

Myndskeið: Hjálpa dýrunum að kæla sig í 43 stigum

Starfsmenn dýragarðsins í Phoenix í Arizona-ríki í Bandaríkjunum hafa sig alla við þessa dagana til þess að kæla niður dýr garðsins. Dýrunum eru boðnar kaldar sturtur, klaka-nammi og aðgangur að loftkældum byggingum.

Myndskeið: Hjálpa dýrunum að kæla sig í 43 stigum

Krúttleg dýr | 20. júlí 2023

Starfsmenn dýragarðsins í Phoenix í Arizona-ríki í Bandaríkjunum hafa sig alla við þessa dagana til þess að kæla niður dýr garðsins. Dýrunum eru boðnar kaldar sturtur, klaka-nammi og aðgangur að loftkældum byggingum.

Starfsmenn dýragarðsins í Phoenix í Arizona-ríki í Bandaríkjunum hafa sig alla við þessa dagana til þess að kæla niður dýr garðsins. Dýrunum eru boðnar kaldar sturtur, klaka-nammi og aðgangur að loftkældum byggingum.

Svæsin hitabylgja ríður nú yfir víða um heim og eins og mannfólkið þurfa dýrin að ná að kæla sig niður í erfiðum aðstæðum.

Í tuttugu daga í röð hefur hitastigið í Phoenix í Arizona náð 43 stigum og hafa starfsmenn dýragarðsins því þurft að grípa til ýmissa ráða til þess að hjálpa dýrunum við að kæla sig niður, jafnvel þeim sem koma frá heitari heimshlutum.

„Við notum mikið af sömu kælingaraðferðum fyrir dýrin og okkur sjálf,“ segir Drew Foster, forstöðumaður dýragarðsins í Phoenix.

Sjáðu dýrin kæla sig niður í myndbandinu hér að ofan.

mbl.is