Björguðu Mýslu úr sjálfheldu

Krúttleg dýr | 17. júlí 2023

Björguðu Mýslu úr sjálfheldu

Tíkinni Mýslu var bjargað úr sjálfheldu á Einstakafjalli á Austurlandi af björgunarsveitarfólki í gær.

Björguðu Mýslu úr sjálfheldu

Krúttleg dýr | 17. júlí 2023

Tíkin Mýsla lenti í ævintýri í gær.
Tíkin Mýsla lenti í ævintýri í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Tíkinni Mýslu var bjargað úr sjálfheldu á Einstakafjalli á Austurlandi af björgunarsveitarfólki í gær.

Tíkinni Mýslu var bjargað úr sjálfheldu á Einstakafjalli á Austurlandi af björgunarsveitarfólki í gær.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að síðdegis hafi eigandi Mýslu verið á ferð um fjallið að taka ljósmyndir en Einstakafjall er á milli Vöðlavíkur og Sandvíkur. 

Mýsla hafi þá hlaupið frá eiganda sínum og hann séð hana hverfa fyrir klettabrún. 

Eigandinn reyndi að ná til hennar en þegar hann fann Mýslu var hann sjálfur að komast í sjálfheldu og hörfaði því upp á brún og óskaði eftir aðstoð. 

Alls komu 23 að verkefninu sem lauk farsællega.
Alls komu 23 að verkefninu sem lauk farsællega. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað fóru á vettvang. Tíkin sást fljótlega í klettarák, um 70 metrum fyrir neðan brún, þaðan sem hún gat sig hvergi hreyft. 

Í tilkynningunni kemur fram að Mýsla hafði þá þvælst eitthvað eftir klettasyllum og hugsanlega fallið eitthvað niður.

Boðið far í bakpoka 

Björgunarsveitir settu upp fjallabjörgunarbúnað á brúninni, en það var eina leiðin til að komast að Mýslu.

Björgunarmaður seig svo niður þessa 70 metra til Mýslu, „sem var vægast sagt mjög fegin að sjá einhvern á leið til hennar, svo fegin að hún reyndi að komast upp klettana til björgunarmanns þegar hann var alveg að komast niður til hennar“.

Þegar björgunarmaður var komin á silluna til Mýslu var henni …
Þegar björgunarmaður var komin á silluna til Mýslu var henni boðið far upp á brún í bakpoka björgunarmanns, sem hún þáði. Ljósmynd/Landsbjörg

Þegar björgunarmaður var komin á sylluna til Mýslu var henni boðið far upp á brún í bakpoka björgunarmanns, sem hún þáði.

Þá segir að ferðin upp hafi gengið áfallalaust og Mýsla hafi verið býsna glöð að komast upp á brún og hitta eiganda sinn aftur, eftir að hafa mátt dúsa á klettasyllunni í einhverja klukkutíma.

Alls komu 23 að verkefninu sem lauk farsællega.

Tíkin Mýsla var ánægð að hitta eiganda sinn aftur.
Tíkin Mýsla var ánægð að hitta eiganda sinn aftur. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is