Eineygður hundur við störf á spítala

Krúttleg dýr | 17. júlí 2023

Eineygður hundur við störf á spítala

Hin níu ára gamla Alessia Ramos, situr á spítala í Mexíkóborg og klappar hamstrinum Vöfflu.

Eineygður hundur við störf á spítala

Krúttleg dýr | 17. júlí 2023

Harley „eineygði“ hefur reynst starfsfólki og sjúklingum vel.
Harley „eineygði“ hefur reynst starfsfólki og sjúklingum vel. AFP

Hin níu ára gamla Alessia Ramos, situr á spítala í Mexíkóborg og klappar hamstrinum Vöfflu.

Hin níu ára gamla Alessia Ramos, situr á spítala í Mexíkóborg og klappar hamstrinum Vöfflu.

Á spítalanum má finna fjölda dýra, til dæmis ástralska páfagauka og husky-hund, sem eru sjúklingum og starfsfólki til halds og trausts.

„Þetta hjálpar mér með kvíðann, að stjórna tilfinningunum mínum, að slaka á og vera einbeittari,“ segir Ramos er hún klappar hamstrinum.

Hamsturinn Vaffla hefur hjálpað Alessiu Ramos, sem er með ADHD.
Hamsturinn Vaffla hefur hjálpað Alessiu Ramos, sem er með ADHD. AFP
Todd er síberískur husky-hundur.
Todd er síberískur husky-hundur. AFP

Stjarna úr Covid19-faraldrinum 

Í hópi þeirra dýra sem vinna á geðheilsu- og líknarmeðferðardeild spítalans eru átta hundar. Einn þeirra er Harley „eineygði“, en hann missti hægra augað sitt í slysi að sögn Luciu Ledesma, yfirlæknis á spítalanum.

„Að komast í snertingu við dýr knýr fram sterkar taugasálfræðilegar breytingar sem stuðla að minna stressi og kvíða, auk þess hjálpar það einnig við önnur vitsmunaferli,“ segir Ledesma. Spítalinn er eina opinbera heilbrigðisstofnunin í landinu þar sem dýr eru notuð til að aðstoða við geðheilsumeðferð en slíkt er þó einnig gert í öðrum löndum.

Það má segja að Harley sé orðin ákveðin stjarna í Mexíkó en varð hann frægur á tímum Covid-19 faraldursins, þegar hann heilsaði upp á Covid-sjúklinga á spítölum, klæddur hlífðarbúnaði og litlum gulum stígvélum.

„Það voru hundar á spítölum í öðrum löndum en þeir fóru aldrei á Covid-svæðin. Við fengum athygli á alþjóðavísu,“ segir Ledesma.

Silvia Hernanders starfaði sem hjúkrunarfræðingur á tímum Covid-19 faraldursins.
Silvia Hernanders starfaði sem hjúkrunarfræðingur á tímum Covid-19 faraldursins. AFP
mbl.is