Diegó er aufúsugestur í A4

Krúttleg dýr | 1. febrúar 2024

Diegó er aufúsugestur í A4

„Hann liggur hérna núna,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri í A4 í Skeifunni, þegar blaðamaður mbl.is heyrir í henni vegna kattarins Diegó sem hefur notið eindæma vinsælda meðal gesta í Skeifunni undanfarin ár, en í gærkvöldi var greint frá því að hann mætti ekki lengur fara inn í Hagkaup.

Diegó er aufúsugestur í A4

Krúttleg dýr | 1. febrúar 2024

Kötturinn Diegó er ávallt velkominn í verslun A4 í Skeifunni.
Kötturinn Diegó er ávallt velkominn í verslun A4 í Skeifunni. Samsett mynd

„Hann liggur hérna núna,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri í A4 í Skeifunni, þegar blaðamaður mbl.is heyrir í henni vegna kattarins Diegó sem hefur notið eindæma vinsælda meðal gesta í Skeifunni undanfarin ár, en í gærkvöldi var greint frá því að hann mætti ekki lengur fara inn í Hagkaup.

„Hann liggur hérna núna,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri í A4 í Skeifunni, þegar blaðamaður mbl.is heyrir í henni vegna kattarins Diegó sem hefur notið eindæma vinsælda meðal gesta í Skeifunni undanfarin ár, en í gærkvöldi var greint frá því að hann mætti ekki lengur fara inn í Hagkaup.

Sigurborg Þóra segir hann ávallt velkominn í A4, enda séu þar engin opin matvæli til sölu.

„Við skiljum það að Hagkaup gæti misst rekstrarleyfi ef þeir hleypa ferfætlingum innan um opin matvæli. Ég skil því forsendur vina minna hinum megin við götuna að hleypa honum ekki inn í verslunina,“ segir Sigurborg Þóra.

Diegó er skynsamur og þekkir opnunartíma

Hún segir Diegó mjög skynsaman og vita hvenær verslun A4 er opin.

„Hann er oft kominn til okkar jafnvel áður en við opnum á morgnanna, þegar fyrsta manneskjan mætir um áttaleytið. Hann virðist greinilega vera það vitur að vita hvenær við erum á ferðinni. Hann kemur með manni inni og er hér jafnvel allan daginn. Það kemur fyrir að við þurfum að henda honum út þegar við lokum klukkan tíu.“

Hún segir hann leita meira í Hagkaup á kvöldin enda opið lengur þar og að hann fái að halda til í anddyrinu þar eins og fram hefur komið.

mbl.is