Pólitískur Paddy hvæsir á borgarstjóra

Krúttleg dýr | 16. október 2023

Pólitískur Paddy hvæsir á borgarstjóra

Kötturinn Paddington Bangsi, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu, en hann á yfir eitt þúsund vini á samfélagsmiðlinum Facebook.

Pólitískur Paddy hvæsir á borgarstjóra

Krúttleg dýr | 16. október 2023

Kötturinn Paddy hefur vakið talsverða athygli fyrir klæðaburð sinn og …
Kötturinn Paddy hefur vakið talsverða athygli fyrir klæðaburð sinn og pólitíska þátttöku að undanförnu Ljósmynd/Andrew

Kötturinn Paddington Bangsi, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu, en hann á yfir eitt þúsund vini á samfélagsmiðlinum Facebook.

Kötturinn Paddington Bangsi, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu, en hann á yfir eitt þúsund vini á samfélagsmiðlinum Facebook.

Paddington, sem oft er kallaður Paddy, er einnig virkur þátttakandi í samfélaginu og hefur hann verið tíður gestur á ýmsum mótmælum að undanförnu. 

Á 15 lopapeysur

Andrew, eigandi Paddy, segir vinsældir kattarins eiga rætur sínar að rekja til klæðaburðar kattarins, en hann klæðist gjarnan lopafötum sem prjónaðar eru af vinkonu Andrew. Þá kemur hann sér yfirleitt þægilega fyrir á öxl Andrew þar sem hann fylgist með mannmergðinni í borginni.  

„Ég á sex ketti,“ segir Andrew, en ásamt Paddy á hann kettina Puggsy, Freddie, Matron, Muppet og Chewie. 

Hér má sjá Paddy skarta einni af þeim fimmtán lopapeysum …
Hér má sjá Paddy skarta einni af þeim fimmtán lopapeysum sem honum hefur áskotnast í gegnum tíðina. Ljósmynd/Andrew

„Paddy finnst skemmtilegt að fara út og þannig byrjaði þetta. Ég sá mynd á Facebook af ketti með víkingahatt. Síðan prjónaði vinkona mín svipaðan hatt og Paddy líkaði vel við hann. Síðan fór hún að prjóna peysur og nú á hann yfir 15 lopapeysur, þar á meðal eina sem lýsir í myrkri,“ segir Andrew. 

Segir nafn kattarins þýðingarmikið

Nafn Paddy hefur tilfinningalegt gildi fyrir Andrew, en það er tilvísun í bækurnar um bangsann Paddington sem notið hafa mikilla vinsælda um allan heim. 

Andrew og Paddy á göngu síðastliðinn vetur.
Andrew og Paddy á göngu síðastliðinn vetur. Ljósmynd/Andrew

„Paddington bangsi var innflytjandi frá Perú sem flutti til London með eina ferðatösku í fórum sínum. Og ég gerði slíkt hið sama þegar ég flutti til Íslands. Honum var heilsað með samlokum með marmelaði á meðan ég fékk sviðahausa og hrútspunga,“ segir Andrew léttur í bragði. 

Fögnuðu afsögn fjármálaráðherra með harðfiski

Að sögn Andrew finnst Paddy skemmtilegt að spóka sig í miðborg Reykjavíkur og hefur hann sótt ýmsa viðburði og mótmæli í fylgd Andrews. Má þar nefna mómæli undanfarinnar viku gegn fiskeldi, Druslugönguna, Hinsegindaga og mótmæli gegn hvalveiðum.

Þá segir Andrew Paddy einnig hafa sterkar skoðanir á íslenskum stjórnmálamönnum, en aðspurður segir hann afsögn Bjarna Benediktssonar hafa vakið mikla lukku á heimilinu.  

Að sögn Andrew fengu allir kettirnir hans harðfisk þegar Bjarni …
Að sögn Andrew fengu allir kettirnir hans harðfisk þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti afsögn sína í vikunni. Ljósmynd/Andrew

„Þeir fengu allir harðfisk í tilefni dagsins,“ segir Andrew. „Ég er frá Liverpool og okkur líkar ekki við íhaldsmenn. Við gleymum því ekki hvað þeir gerðu Bretlandi og ég gleymi því svo sannarlega ekki hvað Bjarni hefur gert þessari þjóð.“ 

Auk þessa segir Andrew að pólitískar skoðanir Paddy geri gjarnan vart við sig í návist Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur. 

„Paddy hvæsir alltaf á borgarstjórann. Í hvert skipti sem við göngum framhjá honum hvæsir hann.“

Urðu fyrir árás vegna klæðaburðar Paddy

Þó mörgum finnist klæðaburður Paddy skemmtilegur og oft biðji fólk um að fá að taka myndir af þeim félögum er þeir ganga um götur miðborgarinnar, segir Andrew að ekki séu allir á sama máli. 

Paddy er mikil félagsvera að sögn Andrew.
Paddy er mikil félagsvera að sögn Andrew. Ljósmynd/Andrew

„Ég hef verið sakaður um dýraníð vegna fatanna sem Paddy klæðist. Einu sinni réðst meira að segja kona á mig og kýldi bæði mig og Paddy vegna þess að kötturinn var klæddur í föt,“ segir Andrew. Hann vísar þó öllum slíkum ásökunum á bug. 

„Kettir gera ekki það sem kettir vilja ekki gera. Ef hann væri ósáttur myndi hann einfaldlega klóra mig.“

Loks segir Andrew að þeir Paddy ætli sér að halda áfram að mæta á mómæli sem skipta þá félaga máli í von um að vekja athygli á þeim málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni. 

Andrew segir Paddy vekja mikla athygli þegar þeir félagar spóka …
Andrew segir Paddy vekja mikla athygli þegar þeir félagar spóka sig um í miðborg Reykjavíkur. Ljósmynd/Andrew

„Ég tek köttinn með mér á mótmæli vegna þess að það vekur aukna athygli á mótmælunum og því sem verið er að mótmæla.“

Paddy er afar upptekinn kisi og er því mikilvægt að …
Paddy er afar upptekinn kisi og er því mikilvægt að hann hvíli sig af og til. Ljósmynd/Andrew
Andrew og Paddy létu sig ekki vanta á mótmælin við …
Andrew og Paddy létu sig ekki vanta á mótmælin við Reykjavíkurhöfn fyrir skömmu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is