Fagnaðarfundir eftir fimm ára aðskilnað

Krúttleg dýr | 15. nóvember 2023

Fagnaðarfundir eftir fimm ára aðskilnað

Miklir fagnaðarfundir voru í síðustu viku þegar kötturinn Hosa og eigandi hennar, Bára Dís Guðjónsdóttir, voru sameinaðar á ný eftir fimm ára aðskilnað. 

Fagnaðarfundir eftir fimm ára aðskilnað

Krúttleg dýr | 15. nóvember 2023

Fagnaðarfundir voru hjá Báru og Hosu eftir fimm ára aðskilnað.
Fagnaðarfundir voru hjá Báru og Hosu eftir fimm ára aðskilnað. Samsett mynd

Miklir fagnaðarfundir voru í síðustu viku þegar kötturinn Hosa og eigandi hennar, Bára Dís Guðjónsdóttir, voru sameinaðar á ný eftir fimm ára aðskilnað. 

Miklir fagnaðarfundir voru í síðustu viku þegar kötturinn Hosa og eigandi hennar, Bára Dís Guðjónsdóttir, voru sameinaðar á ný eftir fimm ára aðskilnað. 

Bára Dís, sem býr í Hafnarfirði, segir Hosu hafa látið sig hverfa í október árið 2018. Á heimilinu er einnig kötturinn Mía, sem er afkvæmi Hosu.

Hún telur að sambýli þeirra tveggja hafi verið Hosu erfitt. „Hún var bara ekki alveg að höndla lífið með dóttur sinni,“ segir Bára.

„Hún þekkti mig bara strax“

Bára segir að þau hafi leitað eftir Hosu í lengri tíma og eftir bestu getu. Höfðu þau miklar áhyggjur af henni, enda hávetur handan við hornið.

Síðustu fimm ár fylgdist Bára vel með auglýsingasíðum fyrir týnd dýr, en aldrei kom Hosa í leitirnar. „Mér var bara alltaf hugsað til hennar,“ segir hún. 

Veistu hvað hún hefur verið að bralla seinustu fimm árin?

„Ég hef bara ekki hugmynd,“ segir hún, en Hosa fannst í Hafnarfirði, þar sem Bára hefur búið bæði fyrir og eftir hvarf Hosu.

„Ég er á Völlunum, en hún finnst í Hvömmunum, þannig hún hefur líklegast fundið sér eitthvað þarna á leiðinni," segir hún. 

„Svo fékk ég bara símtal frá Kattholti,“ segir Bára og lýsir algjöru trúleysi yfir fregnunum. „Hún þekkti mig bara strax og byrjaði að mala“.

Nýr en gamall fjölskyldumeðlimur

Bára viðurkennir að þrátt fyrir mikla gleði yfir fundi Hosu, þá hafi þau einnig verið smeyk yfir því hvernig heimilislífinu yrði háttað.

„Svo hefur náttúrulega svo margt breyst á fimm árum, við erum komin með barn sem er að verða fjögurra ára, við erum með hund og Míu auðvitað líka,“ segir Bára og bætir við að fyrst um sinn virðist Hosu líka ágætlega við nýja fjölskyldumeðliminn en að langtímaverkefni sé fram undan.



mbl.is