Bjarni Ben fékk lítinn nafna á Bessastöðum

Krúttleg dýr | 23. febrúar 2024

Bjarni Ben fékk lítinn nafna á Bessastöðum

Hringferð Sjálfstæðismanna byrjar vel, allavega hjá formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, sem fékk kálf skírðan í höfuðið á sér á bænum Bessastöðum. 

Bjarni Ben fékk lítinn nafna á Bessastöðum

Krúttleg dýr | 23. febrúar 2024

Bjarni og Bjarni á Bessastöðum.
Bjarni og Bjarni á Bessastöðum. Ljósmynd/Facebook

Hringferð Sjálfstæðismanna byrjar vel, allavega hjá formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, sem fékk kálf skírðan í höfuðið á sér á bænum Bessastöðum. 

Hringferð Sjálfstæðismanna byrjar vel, allavega hjá formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, sem fékk kálf skírðan í höfuðið á sér á bænum Bessastöðum. 

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir frá á Facebook og birtir mynd af nöfnunum. 

„Hittum þau Guðnýju og Jóhann og fleiri góða Sjálfstæðismenn á Bessastöðum. Fyrirmyndar bú hjá þessu góða fólki. Kálfur kom í heiminn stuttu áður en við mættum og hann fékk að sjálfsögðu nafnið Bjarni,“ skrifar Jón.

Ánægður með nafna

Bjarni birti sjálfur mynd af kálfinum Bjarna á Instagram skömmu eftir að flokksbróðir hans Jón greindi frá tíðindunum. 

Í færslu sinni kveðst Bjarni hafa glaðst þegar hann heyrði að kálfurinn litli hefði fengið nafnið Bjarni. 


 

Bjarni og Bjarni á Bessastöðum.
Bjarni og Bjarni á Bessastöðum.
mbl.is