Safnar fyrir heimkomu kattarins sem enginn vildi

Krúttleg dýr | 26. júlí 2023

Safnar fyrir heimkomu villikattarins sem enginn vildi

Dýralæknaneminn Auðna Hjarðar safnar nú fyrir heimkomu ungverska kattarins Fehér sem hún hefur verið með í fóstri í tvö ár. Fehér og Auðna hafa gengið í gegnum ýmislegt saman á þessum tíma og ekkert heimili hefur fundist fyrir Fehér í Ungverjalandi og brá hún því á það ráð að taka hann með sér heim til Íslands.

Safnar fyrir heimkomu villikattarins sem enginn vildi

Krúttleg dýr | 26. júlí 2023

Hér má sjá hvernig Fehér var eftir að hafa dvalið …
Hér má sjá hvernig Fehér var eftir að hafa dvalið á götum Búdapest og hvernig hann er nú með eiganda sínum, henni Auðnu. Ljósmynd/Aðsend

Dýralæknaneminn Auðna Hjarðar safnar nú fyrir heimkomu ungverska kattarins Fehér sem hún hefur verið með í fóstri í tvö ár. Fehér og Auðna hafa gengið í gegnum ýmislegt saman á þessum tíma og ekkert heimili hefur fundist fyrir Fehér í Ungverjalandi og brá hún því á það ráð að taka hann með sér heim til Íslands.

Dýralæknaneminn Auðna Hjarðar safnar nú fyrir heimkomu ungverska kattarins Fehér sem hún hefur verið með í fóstri í tvö ár. Fehér og Auðna hafa gengið í gegnum ýmislegt saman á þessum tíma og ekkert heimili hefur fundist fyrir Fehér í Ungverjalandi og brá hún því á það ráð að taka hann með sér heim til Íslands.

Talið er að Fehér sé átta ára gamall en honum var bjargað af götum Búdapest af sjálfboðasamtökum. Auðna segir samtökin bjarga fjölda hunda og katta á hverju ári en Fehér sé fjórði kötturinn sem hún fóstri en sé sá eini sem hafi ekki fundið heimili þrátt fyrir að vera algjör ljúflingur.

„Honum er bjargað fyrir tveimur árum af götunni. Þá er hann alþakinn í flóm, hann er með eyrnamítla og eyrun voru mjög illa farinn af mítlum,“ segir Auðna í samtali við mbl.is.

Hún segir algengt að hvítir villikettir eins og Fehér fái krakkamein í eyrun því þeir eru svo mikið í sólinni, en svo var ekki í tilfelli Fehér.

Auðna fékk Fehér svo til sín stuttu eftir að búið var að bjarga honum og var hann algjör villiköttur, að sögn Auðnu. Það hafi ekki verið hægt að koma nálægt honum.

Allar tennur rotnar nema þrjár 

Stuttu eftir komu Fehér til Auðnu þurfti að fara með hann til dýralæknis og kom þá í ljós að allar nema þrjár af tönnunum hans voru að rotna uppi í honum.

„Hann fann svona rosalega mikið til út af því, eðlilega, að þegar þær voru teknar þá bara breyttist hann. Hann var alveg nýr köttur.“

Auðna segir Fehér mjög ljúfann.
Auðna segir Fehér mjög ljúfann. Ljósmynd/Aðsend

Það varð þó ekki seinasta dýralæknaheimsókn Fehér í bili en stuttu síðar fór að koma í ljós að hann væri með fæðuóþol og síðan, allt í einu, sykursýki.

„Svo fer ég heim um jólin og hann fer í pössun hjá vinkonu minni og honum versnar svo rosalega í heilsunni þá á meðan að ég er í burtu að þegar ég kem aftur að þá fer ég með hann til dýralæknis. Þá er hann kominn með sykursýki.

Hann var í sex vikur á gjörgæslu þá af því þau náðu ekki blóðsykrinum niður. Að lokum eftir þessar sex vikur að þá voru þau ekki búin að ná honum niður en ákváðu að senda hann með mér heim aftur og athuga hvort hann myndi jafnast út í sínu eigin umhverfi.

Ég fæ hann aftur um miðjan febrúar, hann er á insúlíni fram í maí og þá þarf ég að hætta að gefa honum insúlín af því blóðsykurinn er orðinn svo lágur og þegar ég hætti að gefa honum insúlín að þá var blóðsykurinn fullkominn og hann er ekki búinn að vera á insúlíni síðan.

Þegar ég fór með hann til dýralæknis í kringum páskana sagði hún að þetta væri nú sennilega fyrsti kötturinn sem hún hefði nokkurn tímann séð sem hefði læknast af sykursýki,“ segir Auðna.

Fehér nýtur sín í sólinni.
Fehér nýtur sín í sólinni. Ljósmynd/Aðsend

„Ekki neinn viljað sýna honum áhuga“

Sjálf var Auðna að klára síðasta bóklega árið í dýralækningum og er verklegt nám eftir sem hefst í ágúst. Vegna þessarar dagskráar hefur hún ekki tök á að vinna mikið og ákvað því að efna til söfnunar til þess að koma Fehér heim.

Kostnaðurinn við einangrun þegar til landsins er komið, flugferðirnar og dýralæknaheimsóknir fyrir brottför til þess að tryggja að allt sé í góðu lagi, sé að minnsta kosti 200.000 krónur.

„Hann er fjórði kötturinn sem ég fóstra en hinir voru mjög fljótir að finna heimili en af því að hann er hvítur og búinn að ganga í gegnum ýmis veikindi og svoleiðis þá hefur ekki neinn viljað sýna honum áhuga. Hann er orðinn svo mikið kúrudýr við mig, það liggur við að hann sofi ofan á höfðinu á mér, hann vill vera svo nálægt mér á nóttunni,“ segir Auðna.

Þakklátur, glaður og mikið kúrudýr

Augljóst er að Auðna og Fehér eru miklir vinir. Auðna segir hann þekkja rútínuna sína og í vetur, þegar hún hafi verið að læra, hafi hann ætlast til þess að hún færi að sofa á skikkanlegum tíma væri hún að vinna fram eftir.

Glaður með að vera í góðum höndum.
Glaður með að vera í góðum höndum. Ljósmynd/Aðsend

„Hann er ægilegt kúrudýr en hann veit alveg sín mörk, veit alveg að vera ekki að hoppa upp á skrifborðið ef ég er að læra og er upptekin en um leið og hann sér að ég er ekki upptekin þá vill hann bara vera utan í manni.“

Fehér sé mjög þakklátur og alltaf jafn glaður að sjá hana þegar hún kemur heim eða sækir hann úr pössun.

Þá segir Auðna að hún hefði alltaf komið Fehér til landsins en spurningin hafi í raun verið hve langan tíma það myndi taka og hve mikið Fehér þyrfti að flakka um Búdapest þangað til. Hún nefnir að ef meiri peningur safnist en þurfi til muni afgangurinn fara til samtakanna sem björguðu Fehér af götunni.

mbl.is