Krúttleg dýr

Flyksan reyndist vera brandugla

17.4. Það voru athugulir ökumenn sem komu auga á það sem í fyrstu virtist flyksa föst í girðingu skammt frá þjóðveginum rétt innan við Þórshöfn. Flyksan reyndist hins vegar vera brandugla sem fest hafði annan vænginn í girðingunni og náðu þeir að losa hana. Meira »

Varð að verpa á flugbrautina

17.4. Risaskjaldbaka sem kom á land til að verpa á lítilli eyju sem tilheyrir Maldíveyjum í Indlandshafi endaði á því að verpa eggjum sínum á flugbraut sem búið var að leggja yfir varpstað hennar á ströndinni. Meira »

Björguðu hundi á sundi 220 km frá landi

16.4. Starfsmenn á olíuborpalli úti fyrir ströndum Taílands björguðu á dögunum hundi sem sem þeir sáu á sundi skammt frá borpallinum. Hvutti var örmagna er honum var bjargað, en olíuborpallurinn er í um 220 km fjarlægð frá strönd landsins. Meira »

Hundruð tarantúla í póstsendingu

4.4. Filippseyskum tollvörðum brá heldur betur í brún er þeir opnuðu fallega innpakkaðan kassa sem í voru kökur og haframjöl því í honum leyndust einnig hundruð lifandi tarantúla. Meira »

Hertha í Berlín er ísbjarnarhúnn

2.4. Nýjasta aðdráttarafl Tierpark-dýragarðsins í Berlín er ísbjarnarhúnn og í dag var tilkynnt að húnninn myndi fá nafnið Hertha – í höfuðið á knattspyrnuliðinu Herthu Berlín, sem leikur í Bundesligunni. Meira »

Vona að Rómeó og Júlía fjölgi sér

2.4. Vatnafroskarnir Rómeó og Júlía tóku stórt skref í vikunni þegar Júlía flutti inn í fiskabúr Rómeós. Vísindamenn binda miklar vonir við að froskarnir muni fjölga sér og bjarga þannig sehuencas-vatnafroskategundinni frá útrýmingu. Meira »

„Blaðraði“ á meðan mávur át skjaldböku

1.4. Stjórnendur dýralífsþáttanna Blue Planet Live, sem sýndir eru á BBC á sunnudagskvöldum, hafa verið harðlega gagnrýndir eftir að virðast láta sér fátt um finnast er mávur át unga skjaldböku sem einn þeirra hafði skömmu áður reynt að hjálpa til hafs. Meira »

Einstök aðlögun Tasmaníudjöflanna

31.3. Óttast er að smitandi krabbamein gæti útrýmt Tasmaníudjöflum en nú hefur vonin kviknað á ný fyrir þessar litlu og einstöku kjötætur sem virðast hafa aðlagast breyttum aðstæðum á methraða. Meira »

Í vetrardvala í ísskáp

27.3. Hann er heldur óhefðbundinn, staðurinn sem varð fyrir valinu hjá hópi leðurblaka til að leggjast í vetrardvala þennan veturinn. Valið var þó ekki í þeirra höndum heldur góðhjartaðra borgarbúa í Minsk sem komu leðurblökunum í hendur hjálparsamtaka síðasta haust þegar leðurblökurnar fundust á vergangi í leit sinni að álitlegum stað til að leggjast í dvala. Meira »

Kafari hafnaði í hvalskjafti

14.3. Reyndur kafari lenti nýverið í því undan ströndum Suður-Afríku að hafna í hvalskjafti. Honum varð þó ekkert meint af enda um „blíðan risa“ að ræða sem hafði ekkert illt í hyggju. Meira »

„Drottning fílanna“ öll

14.3. „Ef ég hefði ekki séð hana með eigin augum hefði ég átt bágt með að trúa því að slíkur fíll væri til í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Will Burrard-Lucas sem tók síðustu myndirnar af „drottningu fílanna“ í Kenía skömmu áður en hún var öll, yfir sextíu ára gömul. Meira »

Jarmandi bæjarstjóri varð fyrir valinu

8.3. Íbúar í bænum Fair Haven í Vermont-ríki hafa kosið sér nýjan bæjarstjóra. Sá er aðeins þriggja ára gamall, heitir Lincoln og er geit. Meira »

Fæðingin náðist á myndband

8.3. Komu hans í heiminn hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda á hann fáa sína líka. Móðirin Dagmar gekk með hann í heila fimmtán mánuði og þannig vildi til að fyrstu augnablik hans í veröldinni náðust á myndband. Meira »

Sjötíu komodó-drekar klöktust í dýragarði

6.3. Meira en sjötíu komodó-drekar klöktust úr eggjum í dýragarði á Jövu í Indónesíu í janúar og febrúar. Mæður hópsins eru sjö talsins. Meira »

„Var lögst niður til að deyja“

4.3. Vel gekk að ná álft sem fest hafði dós í goggi sínum þegar gerður var út björgunarleiðangur nú í hádeginu. Að sögn Ólafs Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, var álftin aðframkomin og hafði lagst niður til að deyja þegar björgunarmenn komu á staðinn. Meira »

Fundu 1.500 skjaldbökur á flugvellinum

4.3. Lögreglan á Filippseyjum lagði á dögunum hald á 1.500 lifandi skjaldbökur sem hún fann festar saman með límbandi á flugvellinum í Manila. Telur lögregla burðardýrið hafa skilið þær eftir á flugvellinum eftir að hafa uppgötvað hve hörð viðurlög eru við smygli á villtum dýrum. Meira »

Feit rotta sat pikkföst

26.2. Björgunarfólki í þýska bænum Bernsheim barst óvenjuleg beiðni um aðstoð um helgina en fólkið var beðið um að aðstoða þéttvaxna rottu sem var föst í holræsi. Meira »

Björguðu risavöxnum „ketti“ úr tré

18.2. Að bjarga köttum niður úr trjám er fyrir löngu orðinn hluti af viðurkenndum verkahring slökkviliðsmanna um allan heim. Slökkviliðsmenn í borginni San Bernardino í Kaliforníu voru beðnir um að bjarga einum slíkum síðastliðinn laugardag, en útkallið var frekar óhefðbundið þar sem um heldur stórt kattardýr var að ræða. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

17.2. Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Ætlaði að reykja gras en fann tígrisdýr

15.2. Karlmanni sem fór inn í mannlaust hús í Houston í Texas til að reykja marijúana brá heldur betur í brún er hann áttaði sig á því að hann væri ekki einn í húsinu. Er hann kom auga á tígrisdýr hélt hann í augnablik að hann væri með ofskynjanir. Meira »

Bræddu snjóbolta af ófleygum erni

15.2. Athygli yfirvalda í Michigan-ríki í Bandaríkjunum var nýlega vakin á skallaerni sem virtist eiga í erfiðleikum með flug. Við nánari athugun kom í ljós að stærðarinnar snjóbolti, um 20 sm í þvermál, hafði myndast á stéli hans við veiðar í nístandi kulda og snjó. Meira »

Björguðu ketti úr tré

13.2. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld til þess að bjarga ketti í Seljahverfi í Reykjavík sem hafði klifrað upp í tré og sat þar fastur. Meira »

Verða sektaðir fyrir hundsgelt

13.2. Bæjarstjóri í franska bænum Feuquières hefur sett á bann við viðvarandi gelti og eiga hundaeigendur í bænum nú á hættu að fá rúmlega 68 evru sekt (rúmar 9.300 kr.) gelti hvutti oft eða langtímum saman. Meira »

Fundu nýja frosktegund

13.2. Indverskir vísindamenn hafa uppgötvað nýja frosktegund sem þrífst í drullupollum í vegköntum.  Meira »

Neyðarástand vegna innrásar ísbjarna

11.2. Foreldrar á hinni afskekktu Novaya Zemlya-eyju úti fyrir norðausturströnd Rússlands eru nú hræddir við að senda börn sín í skólann eftir „hópinnrás“ ísbjarna á byggð svæði. Neyðarástandi var lýst yfir í stærsta bæ eyjunnar á laugardag. Meira »

Fyrsta íslenska Instagram-öndin

5.2. Öndin Búkolla missti væng eftir árás villikattar á Vestfjörðum í sumar þegar hún var bara ungi. Dýravinir úr Norðlingaholti komu henni þó til bjargar og fluttu hana með sér í bæinn þar sem hún býr nú og nýtur lífsins. Hún er komin á Instagram þar sem hún safnar fylgjendum. Meira »

Þjálfa Kæju sem fíkniefnahund

2.2. Lögreglan á Norðurlandi eystra er byrjuð að þjálfa upp nýjan fíkniefnahund, hana Kæju. Sú á ekki langt að sækja næmt þefskyn, en hún er komin undan Jökli, fíkniefnahundi lögreglunnar nyrðra. Meira »

Notuðu kúbein til að stela mörgæsum

30.1. Þremur dvergmörgæsum var stolið úr holu sinni á Nýja-Sjálandi og segja landverðir að sést hafi til tveggja manna nota kúbein til krækja mörgæsunum, sem eru friðaðar, upp úr holunni. Yfirvöld óttast að þjófnaðurinn sé ekki einsdæmi. Meira »

Hlébarðar bregða á leik í snjónum

29.1. Snjóþungt er víða í Evrópu þessa dagana. Á meðan sumir kvarta og kveina og bíða óþreyjufullir eftir sumrinu njóta aðrir til hins ýtrasta, eins og til dæmi þessir amúr-hlébarðar í dýragarðinum í Vín í Austurríki. Meira »

Myndaði mús á strái

26.1. Óskar Long Einarsson var á gangi við Gróttu þegar hann kom auga á mús sem hafði klifrað upp og sat á háu strái við göngustíg. Hann ákvað að stoppa og smella af nokkrum myndum. „Úr fjarlægð sýndist mér þetta vera smáfugl en svo þegar ég athugaði þetta nánar sá ég að þetta var lítil mús,“ segir hann. Meira »