Krúttleg dýr

Zsa Zsa krýnd ljótasti hundur heims

11:44 Með langa lafandi tungu og tilhneigingu til að slefa. Þannig er honum best lýst, enska bolabítnum Zsa Zsa sem varð þess heiðurs aðnjótandi um helgina að vera valinn ljótasti hundur í heimi. Keppnin fór fram í Petaluma í Kaliforníu og varð hörð að venju. Meira »

Látnir sofa úr sér í dýragarði

19.6. Tveir broddgeltir fundust í slæmu ástandi á leiksvæði barna í borginni Erfurt í Þýskalandi á sunnudag. Svo virðist sem broddgeltirnir hafi komist í flösku af áfengu eggjapúnsi, sem hefur farið illa með margan manninn og nú einnig þessa oddhvössu félaga. Meira »

Elsti órangútanapinn allur

19.6. Elsti þekkti súmerski órangútanapi heims, Puan, er allur, 62 ára að aldri. Puan var búsettur í dýragarðinum í Perth í Ástralíu og lætur eftir sig 54 afkomendur. Meira »

Klifurþvottabjörn vekur heimsathygli

13.6. Þvottabjörn hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að hann klifraði upp 23 hæða byggingu í borginni St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum. Ofurhuginn, sem kallast #MPRraccoon á samfélagsmiðlum, hlaut athygli eftir að starfsmenn MPR-útvarpsstöðvarinnar í næstu byggingu tóku eftir birninum og sögðu fregnir af honum á Twitter. Meira »

Hlífa lífi Penku eftir Serbíuferðina

11.6. Búlgörsk yfirvöld greindu frá því í dag að lífi kýrinnar Penku yrði þyrmt. Penka átti dauðadóm yfir höfði sér eftir að hún fór yfir landamæri Evrópusambandsins og dvaldi 15 daga í Serbíu. Meira »

Ísbjörn brýst inn á hótel

3.6. Ísbjörn braut sér leið inn á hótel á Svalbarða í nótt með því að brjóta þar upp hurð. Björninn var enn á hótelinu í morgun en til stóð að vísa honum út um níuleytið. Níu gestir og fimm starfsmenn voru á hótelinu, Isfjord Radio, eða Ísafjarðarradíó þegar ísbjörnin kom þangað í heimsókn. Meira »

Nautgripir fagna „sumri“ í húsdýragarði

1.6. Nautgripirnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum voru himinlifandi þegar þeim var hleypt út í vorblíðuna í fyrsta sinn á þessu „sumri“. Meira »

Gaut hvolpum á leið í flug

29.5. Labrador-tíkin Ellie gaut óvænt átta hvolpum í Tampa International Airport flugvellinum á Flórída, rétt áður en hún átti að halda um borð í flugvél með eigendum sínum á leið til Philadelphiu. Meira »

Selkópur fékk lögregluaðstoð

27.5. Lögreglumenn á Akureyri björguðu í morgun selkóp, sem hafði náð að skorða sig á milli tveggja steina í fjörunni við Drottningarbraut. Meira »

Reisa lengstu kattheldu girðingu í heimi

25.5. Náttúrulífssamtök í Ástralíu hafa nú reist girðingu, sem talin er vera lengsta katthelda girðing í heimi. Girðingunni, sem nær um 44 km stórt svæði í miðhluta Ástralíu, er ætlað að vernda dýr og gróður fyrir köttum. Meira »

Heimilishundurinn reyndist vera björn

14.5. Kínversk fjölskylda áttaði sig á því á dögunum að heimilishundurinn væri alls ekki hundur, heldur svartbjörn. Þau fór að gruna að hundurinn væri ekki eins og hann ætti að vera vegna þess að hann hætti ekki að stækka. Meira »

Blindi lundinn Mundi allur

11.5. Blindi lundinn Mundi, sem varð heimsþekktur eftir að hafa fundist slasaður í Reykjavík fyrir ári og komið í fóstur í Mosfellsbæ, er dauður. Mundi átti sér marga aðdáendur á samfélagsmiðlum og var tilkynnt um skyndilegt fráfall hans á Instagram í morgun. Meira »

3,5 milljarðar til verndar kóalabjörnum

7.5. Ráðamenn í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu hafa ákveðið að verja 45 milljónum ástralskra dala, sem nemur 3,5 milljörðum króna, í að vernda kóalabirni á svæðinu. Meira »

Óskar sér móður

6.5. Norska folaldið Óskar frá Sarpsborg var á vergangi frá fæðingu eftir móðurmissi en eftir að bágindi Óskars spurðust út fundu Svíar honum nýja mömmu. Meira »

Andapar í góðu yfirlæti á bílastæði

1.5. Það má segja að árlegur vorboði Kópavogsbúans Kóps Sveinbjarnarsonar sé heldur einstakur. Síðastliðin 5 ár hefur andapar hafið vorið á því að dvelja á bílastæðinu við hús hans í Lindarhverfinu. „Þau eru búin að vera í um mánuð og þetta er fimmta árið sem þau koma.“ Meira »

Hænurnar komnar á elliheimili

28.4. Frönskum varphænum er yfirleitt slátrað við átján mánaða aldur. Eftir það svara þær ekki lengur kostnaði, segir í frétt AFP-fréttastofunnar um varphænubúskapinn í Frakklandi. En eitt bú sankar að sér eldri hænum og leyfir þeim að njóta náðugra ævidaga. Meira »

Sameinuð eftir fjögurra ára aðskilnað

28.4. Kötturinn Krummi flutti í Seljahverfið ásamt eiganda sínum, Auði Kristínu Gunnarsdóttur, í desember 2014. Eitt kvöldið þegar hann var að kynna sér aðstæður í nýja hverfinu gerði mikið óveður og Krummi týndist. Í gær fékk Auður þær gleðifréttir að Krummi væri fundinn, heill á húfi. Meira »

Byssur og sýklar ráða framtíð górillunnar

26.4. Framtíðarhorfur górillunnar í frumskógum Afríku velta á byssum, sýklum og trjám. Þetta eru niðurstöður einnar umfangsmestu rannsóknar sem vísindamenn hafa gert á þeim górillutegundum sem búa í láglendi í vesturhluta Afríku. Meira »

Fyrsti hvítabjörn hitabeltisins allur

25.4. Inuka, fyrsti hvítabjörninn sem fæddist í hitabeltinu, var aflífaður í dag eftir að heilsu hans tók að hraka hratt. Starfsmenn dýragarðsins í Singapúr syrgja björninn sem var eitt mesta aðdráttarafl garðsins. Meira »

„Pönkskjaldbökur“ í útrýmingarhættu

12.4. Skjaldbökur af tegundinni Elusor macrurus, eða Mary river-skjaldbökur, hafa bæst á lista Dýrafræðistofnunar Lundúna yfir dýr í útrýmingarhættu. Meira »

„Múmíuapi“ fannst í verslunarmiðstöð

11.4. Iðnaðarmenn í miðborg Minneapolis ráku upp stór augu þegar þeir fundu líkamsleifar sem minntu helst á múmíu þegar þeir voru að störfum í fyrrverandi verslunarmiðstöðinni Dayton sem verið er að breyta í skrifstofuhúsnæði. Meira »

Óvenjulegir vinir elska fjallgöngur

6.4. Bestu vinirnir Henry og Baloo eiga ýmislegt sameiginlegt. Þeim var báðum bjargað af götunni og báðir elska þeir að fara í langa göngutúra úti í náttúrunni. Það sem gerir þá kannski sérstaka og hefur orðið til þess að þeira eiga fjölda aðdáenda, er að þeir eru hundur og köttur. Meira »

Krókódíll á svamli í lauginni

1.4. Lögreglan í Flórída birti myndir og myndskeið af stórum krókódíl sem hafði komið sér fyrir í sundlaug við heimahús. Ekki er um aprílgabb að ræða Meira »

Fíll í litlum fangaklefa

1.4. Fyrir tæpum þremur áratugum var asíski fíllinn Sunny fönguð og flutt í dýragarð í Japan þar sem hún var lokuð inni í smáu búri. Í þessum steinsteypta klefa með járnstöngum hefur hún síðan dvalið að mestu allar götur síðan. Hún er vissulega einmana og bera klórför á veggjum klefans þess glöggt merki. Meira »

Tók elsta hundinn að sér

31.3. Starfsmenn í dýraathvarfi í Iowa voru ekki bjartsýnir á að einhver myndi vilja taka að sér hinn fjórtán ára gamla Shey. Hann kom í athvarfið í haust eftir að eigendurnir ákváðu að flytja en vildu ekki taka hann með sér á nýja staðinn. Meira »

Á sterum á forsíðu Moggans

31.3. Það tók Árna Sæberg ljósmyndara Morgunblaðsins margar tilraunir að ná páskamyndinni sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Önnur fyrirsætan var á sterum og auk þess uppi á borði í fyrsta sinn. Meira »

Víst hægt að kenna gömlum hundi að sitja

31.3. Að kenna gömlum hundi að sitja er ekki eins vonlaust og oft er haldið fram að því er vísindamenn við dýralækningadeild háskólans í Vínarborg hafa komist að. Meira »

Tekur ugluna með sér heim á kvöldin

27.3. Á Dýraspítalanum í Garðabæ dvelur nú brandugla í góðu yfirlæti. Um ungan fugl virðist vera að ræða sem fannst við Laxá í Leirársveit, en hann er ófleygur. Kristbjörg Sara Thorarensen dýralæknir hallast að því að uglan sé veikburða því hún hafi ekki ná að veiða sér til matar. Meira »

Köttur setti öryggiskerfið af stað

27.3. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar í Keflavík rauk upp til handa og fóta fyrir skemmstu þegar tilkynning um óboðinn gest barst frá öryggiskerfum í húsnæðinu. Leitaði starfsfólk af sér allan grun en enginn sekur fannst á svæðinu. Meira »

„Reykjandi“ fíll veldur heilabrotum

27.3. Myndband af villtum fíl sem blæs ösku úr rana sér, líkt og hann sé að reykja, hefur valdið náttúrulífssérfræðingum víða um heim mikilli undran. Meira »