Krúttleg dýr

Besti vinur mannsins (myndir)

15.9. Hundar eru víða á fréttamyndum síðustu daga. Þessir bestu vinir mannsins hafa komið við sögu í ýmsum fréttum, jafnt stórum sem smáum. Meira »

Náhvalur í hópi mjaldra

15.9. Einmana náhvalur sem hafði farið langt frá heimkynnum sínum á heimskautasvæðum virðist hafa fundið sér nýja fjölskyldu.  Meira »

Klóra sér í hausnum yfir kengúru

4.9. Lögreglan í smábænum Kirchschlag í norðurhluta Austurríkis klórar sér nú í hausnum yfir kengúru sem virðist hafast við í nágrenni bæjarins. Fjölmargar tilkynningar hafa borist um kengúruna ásamt myndum og myndskeiðum þannig lögreglan er nokkuð viss um að hér sé um kengúru að ræða en ekki annað dýr. Meira »

300 skjaldbökur fundust dauðar í neti

29.8. Mexíkóskir sjómenn komu nýverið að um 300 dauðum skjaldbökum í fiskineti skammt frá suðurströnd landsins. Um er að ræða skjaldbökur af tegundinni „olive ridley“ (Lepidochelys olivacea), en aðeins nokkrir dagar eru síðan 102 skjaldbökur af sömu tegund fundust dauðar skammt frá. Meira »

Bjargaði eigendum sínum frá aurskriðu

13.8. Hundur í Kerala-fylki á Indlandi bjargaði eigendum sínum frá því að farast í aurskriðu með því að vekja þá rétt áður en aurskriða féll yfir heimilið. Meira »

Björguðu lundapysju í Vesturbænum

8.8. Lundapysja, sem félagarnir Kjartan Henri Birgisson og Logi Björnsson fundu fyrir utan heimili Kjartans á Vesturgötu í Reykjavík, fékk frelsi sitt á ný í dag. „Hann átti eitthvað erfitt með að fljúga í gær en var bara sprækur í morgun,“ segir Birgir Þröstur Jóhannsson, faðir Kjartans. Meira »

Blesi gönguköttur fær far í bakpokanum

6.8. Kötturinn Blesi vílar ekki fyrir sér að ganga á fjöll með fjölskyldu sinni. Þegar hann verður þreyttur á göngunni fær Blesi far með öðrum úr fjölskyldunni líkt og skemmtileg mynd sem birt var á facebooksíðunni Spottaði kött sýnir. Veðurfræðingurinn Elín Björk Jónasdóttir er eigandi Blesa. Meira »

Afslappaðar andarnefjur í höfninni

3.8. „Við vonum að þær séu ekkert að flýta sér og verði hér enn á fiskideginum mikla næstu helgi,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, um fimm andarnefjur sem eru nú í höfninni á Dalvík, öllum til mikils yndisauka. Meira »

Frumleg tilraun til að bjarga háhyrningi

3.8. Til stendur að beita óvenjulegum aðferðum í tilraun til að bjarga veikum háhyrningi sem tilheyrir stofni í Norðvestur-Kyrrahafi sem er í mikilli útrýmingarhættu. Meira »

Syndir með hræ kálfsins um hafið

31.7. Háhyrningskýr hefur dögum saman synt með hræ kálfs síns um hafið undan ströndum Kanada. Kálfurinn lifði aðeins í um hálftíma og síðan hann drapst, fyrir um viku, hefur móðirin borið hann varfærnislega á bægslunum eða á höfði sínu, rétt eins og hún vilji ekki valda áverkum á hræinu. Meira »

Vöknuðu við kengúruinnbrot

30.7. Fjölskylda í Ástralíu hrökk upp með andfælum á sunnudagsmorgun eftir að kengúra braut sér leið inn á heimili hennar í gegnum rúðu. Kengúran gekk því næst berserksgang á heimilinu, þar til fjölskyldunni tókst að loka hana af inni á baðherbergi og kalla til aðstoð. Meira »

Segja „sebrahestinn“ málaðan asna

27.7. Orðatiltækið úlfur í sauðargæru hefur fengið nýja merkingu: Forsvarsmenn dýragarðs í Egyptalandi eru sakaðir um að hafa reynt að blekkja gesti með því að mála rendur á asna og láta þannig líta út fyrir að um sebrahest sé að ræða. Meira »

Sjö milljónir fyrir höfuð leitarhunds

26.7. Kólumbískur fíkniefnaleitarhundur hefur verið færður í öruggt skjól í kjölfar þess að fíkniefnagengið Urabenos hafði boðið hverjum þeim sem færði þeim höfuð hundsins andvirði sjö milljóna króna. Hundurinn, Sombra, hafði nýlega þefað uppi tíu tonn af kókaíni í eigu gengisins. Meira »

Kötturinn Karíus fékk selskap

13.7. Selirnir í Húsdýragarðinum kippa sér ekki upp við alla þá athygli sem þeir fá, hvorki frá mannfólki né öðrum dýrum. Þannig láta þeir sér fátt um finnast þó að augu kattarins Karíusar hvíli á þeim löngum stundum í lauginni sem þeir hafa til umráða í garðinum. Meira »

Erfðaefni Súdans í fósturvísi

6.7. Nokkrum mánuðum eftir dauða Súdans, síðasta karldýrs norðlæga hvíta nashyrningsins, segjast vísindamenn hafa ræktað fósturvísa með erfðaefni deilitegundar hans. Tíðindin hafa vakið von um að nú verði hægt að koma í veg fyrir algjöra útrýmingu hennar. Meira »

„Hetjuhundur“ bjargaði eiganda sínum

3.7. Er eigandi hans hafði næstum því stigið ofan á skröltorm í morgungöngu skammt frá heimili þeirra í Arizona vissi hundurinn Todd nákvæmlega hvað hann þyrfti að gera. Meira »

Köttur í gámi frá Álasundi til Íslands

28.6. Köttur lokaðist inni í gámi í Álasundi í Noregi sem svo var fluttur með skipi til Íslands. Íslensk fjölskylda sem var að flytja heim fann köttinn horaðan og hárlítinn er hún opnaði gáminn í gær. Meira »

Stal kleinuhring af lögreglumanni

27.6. Lögreglan í Anchorage í Alaska lýsir eftir íkorna sem stal kleinuhring af lögregluþjóni á bílastæði í borginni.   Meira »

Hundum í Tsjernobyl fundin heimili

25.6. Það er nær grafarþögn á bannsvæðinu umhverfis Tsjernobyl en frá einni byggingunni á vettvangi mesta kjarnorkuslyss sem orðið hefur í heiminum heyrist gelt og ýlfur. Meira »

Zsa Zsa krýnd ljótasti hundur heims

25.6. Með langa lafandi tungu og tilhneigingu til að slefa. Þannig er honum best lýst, enska bolabítnum Zsa Zsa sem varð þess heiðurs aðnjótandi um helgina að vera valinn ljótasti hundur í heimi. Keppnin fór fram í Petaluma í Kaliforníu og varð hörð að venju. Meira »

Látnir sofa úr sér í dýragarði

19.6. Tveir broddgeltir fundust í slæmu ástandi á leiksvæði barna í borginni Erfurt í Þýskalandi á sunnudag. Svo virðist sem broddgeltirnir hafi komist í flösku af áfengu eggjapúnsi, sem hefur farið illa með margan manninn og nú einnig þessa oddhvössu félaga. Meira »

Elsti órangútanapinn allur

19.6. Elsti þekkti súmerski órangútanapi heims, Puan, er allur, 62 ára að aldri. Puan var búsettur í dýragarðinum í Perth í Ástralíu og lætur eftir sig 54 afkomendur. Meira »

Klifurþvottabjörn vekur heimsathygli

13.6. Þvottabjörn hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að hann klifraði upp 23 hæða byggingu í borginni St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum. Ofurhuginn, sem kallast #MPRraccoon á samfélagsmiðlum, hlaut athygli eftir að starfsmenn MPR-útvarpsstöðvarinnar í næstu byggingu tóku eftir birninum og sögðu fregnir af honum á Twitter. Meira »

Hlífa lífi Penku eftir Serbíuferðina

11.6. Búlgörsk yfirvöld greindu frá því í dag að lífi kýrinnar Penku yrði þyrmt. Penka átti dauðadóm yfir höfði sér eftir að hún fór yfir landamæri Evrópusambandsins og dvaldi 15 daga í Serbíu. Meira »

Ísbjörn brýst inn á hótel

3.6. Ísbjörn braut sér leið inn á hótel á Svalbarða í nótt með því að brjóta þar upp hurð. Björninn var enn á hótelinu í morgun en til stóð að vísa honum út um níuleytið. Níu gestir og fimm starfsmenn voru á hótelinu, Isfjord Radio, eða Ísafjarðarradíó þegar ísbjörnin kom þangað í heimsókn. Meira »

Nautgripir fagna „sumri“ í húsdýragarði

1.6. Nautgripirnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum voru himinlifandi þegar þeim var hleypt út í vorblíðuna í fyrsta sinn á þessu „sumri“. Meira »

Gaut hvolpum á leið í flug

29.5. Labrador-tíkin Ellie gaut óvænt átta hvolpum í Tampa International Airport flugvellinum á Flórída, rétt áður en hún átti að halda um borð í flugvél með eigendum sínum á leið til Philadelphiu. Meira »

Selkópur fékk lögregluaðstoð

27.5. Lögreglumenn á Akureyri björguðu í morgun selkóp, sem hafði náð að skorða sig á milli tveggja steina í fjörunni við Drottningarbraut. Meira »

Reisa lengstu kattheldu girðingu í heimi

25.5. Náttúrulífssamtök í Ástralíu hafa nú reist girðingu, sem talin er vera lengsta katthelda girðing í heimi. Girðingunni, sem nær um 44 km stórt svæði í miðhluta Ástralíu, er ætlað að vernda dýr og gróður fyrir köttum. Meira »

Heimilishundurinn reyndist vera björn

14.5. Kínversk fjölskylda áttaði sig á því á dögunum að heimilishundurinn væri alls ekki hundur, heldur svartbjörn. Þau fór að gruna að hundurinn væri ekki eins og hann ætti að vera vegna þess að hann hætti ekki að stækka. Meira »