Krúttleg dýr

Engin gæludýr í þýska jólapakka

12.12. Þýsk dýraathvörf hafa ákveðið að loka tímabundið fyrir það að hægt verði að taka að sér gæludýr fyrir jólahátíðina. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir skyndiákvarðanir um að gefa gæludýr í jólagjöf. Fjöldi athvarfa hefur gefið út tilkynningar þess efnis að engin dýr verði afhent fram að jólum. Meira »

Risakengúran Roger fallin frá

10.12. Kengúran Roger, sem vakti heimsathygli fyrir stærð sína og líkamsbyggingu, er öll, en Roger var orðinn tólf ára gamall. Honum var bjargað eftir að móðir hans varð fyrir bíl og var alinn upp á verndarsvæði fyrir kengúrur í Alice Springs í Ástralíu. Meira »

Sully fylgdi Bush til Washington

5.12. Forseti Bandaríkjanna á að hafa sagt eitt sinn að auðveldasta leiðin til þess að eignast vini í Washington væri að eignast hund. Á mánudaginn fylgdi Sully, hundur George H.W. Bush, eiganda sínum til Washington þar sem sá síðarnefndi var lagður til hinstu hvílu. Meira »

Fyrirsæta eða fágætt hvítt hreindýr?

4.12. Norskur ljósmyndari náði mögnuðum myndum af fágætum hvítum hreindýrskálfi þegar hann var í fjallgöngu í norðurhluta Noregs á dögunum. Meira »

Seldi húsið og opnaði dýraathvarf

29.11. Bresk kona gjörbreytti um stefnu í lífinu er hún settist að í Marokkó þar sem hún kom á fót dýraathvarfi. Þar hefur yfir 500 hundum verið gefið tækifæri til betra lífs eftir að hafa eytt mánuðum og jafnvel árum á flækingi. Meira »

Kisi sér um næturvakt í Gyllta kettinum

28.11. Kötturinn Baktus sem hér virðir fyrir sér tvífætta og fiðraða miðbæjargesti virðist taka hlutverk sitt sem næturvörður í Gyllta kettinum alvarlega. Gæsir eru að minnsta kosti ekki boðnar þangað inn eftir lokun, eins og sjá má á myndbandi sem eigandi kisa deildi á Facebook-síðunni Spottaði kött. Meira »

Nautið Nærbuxur það þyngsta í heimi

28.11. Nautið Knickers fer ekki fram hjá neinum þar sem það gnæfir yfir kúahjörðina Myalup í vesturhluta Ástralíu. Knickers er hvorki meira né minna en 1,95 metrar á hæð, eða jafn hávaxinn og körfuboltastjarnan Michael Jordan, og vegur um 1,4 tonn. Meira »

Leitaði kisa logandi ljósi

26.11. Kettir. Hundar. Hamstrar. Endur. Hestar. Svín. Eðlur. Þúsundir gælu- og húsdýra hafa verið flutt í neyðarskýli í hinum gríðarlegu gróðureldum í Kaliforníu. Ólíklegt verður að teljast að öll finni þau eigendur sína á ný en gleðjast má þegar slíkt þó gerist. Meira »

Friðarhvolpar eru fæddir

26.11. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, birti um helgina myndir af nýfæddum hvolpum sem tíkin Gomi gaut, en hún var friðargjöf frá Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Meira »

Attenborough hefði bjargað mörgæsunum

20.11. Náttúrulífssjónvarpsmaðurinn kunni Sir David Attenborough hefði líka bjargað keisaramörgæsunum. Þetta fullyrða framleiðendur náttúrulífsþátta um myndskeið sem hefur vakið mikið umtal hjá breskum sjónvarpsáhorfendum, en þar sést upptökuteymið koma fjölda mörgæsa sem voru í sjálfheldu til hjálpar. Meira »

Mjaldurinn Benny lifir góðu lífi á Thames

19.11. Mjaldur, hvalur af hvíthvalaætt, sem sást á sundi í Thames á fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan, virðist lifa þar góðu lífið að sögn sérfræðinga. Hvalurinn, sem fengið hefur nafnið Benny, sást fyrst úti fyrir Gravesend í lok september og hefur sést reglulega síðan. Meira »

Staðráðinn í að komast aftur til mömmu

7.11. Myndband af bjarnarhúni sem er á leið upp snarbratta hlíð sem er bæði snæviþakin og klakabundin hefur hlotið mikið áhorf og dreifingu á samfélagsmiðlum. Í myndbandinu sést bjarnarhúnninn renna aftur og aftur niður snarbratta hlíðina eftir að birnan er komin upp á brún. Meira »

Björguðu kengúru úr sjávarháska

28.10. Tveir ástralskir lögreglumenn björguðu lífi kengúru í gær í sjónum við Safety-ströndina í Mornington, suður af Melbourne í Ástralíu. Meira »

Fundu ljónsunga í bílastæðahúsi

26.10. Starfsmenn frönsku tollgæslunnar lögðu hald á ljónsunga í bílastæðahúsi í Marseille í dag. Þetta er annar ljónsunginn sem finnst á víðavangi í landinu á stuttum tíma. Fyrr í vikunni lagði lög­regl­an hald á sex vikna gaml­an ljónsunga í íbúð í út­hverfi Par­ís­ar­borg­ar og hand­tók þrítug­an karl­mann vegna máls­ins. Meira »

Sphen og Magic sjá ekki sólina fyrir unganum

26.10. Tveir mörgæsakarlfuglar sjá nú ekki sólina fyrir mörgæsarunga sem þeir náðu að klekja úr eggi í síðustu viku. Þeir Sphen og Magic skiptast nú á um að annast ungann sem vó 91 gramm er hann kom úr eggi. Meira »

Fundu ljónsunga í íbúð í París

23.10. Franska lögreglan lagði í dag hald á sex vikna gamlan ljósunga í íbúð í úthverfi Parísarborgar og handtók þrítugan karlmann vegna málsins, samkvæmt frétt AFP. Meira »

Fann lítinn særðan stork fyrir 25 árum

20.10. Á hverju ári bíða Króatar þess að storkurinn Klepetan fljúgi heim frá Suður-Afríku og fylgjast milljón manns jafnan með streymi af heimkomu Klepatans til maka hans Malenu, sem hefur búið hjá Króatanum Stjepan Vokic síðastliðin 25 ár. Meira »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

17.10. Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Losuðu svartabjörn úr krukkuprísund

16.10. Þjóðgarðsverðir í Maryland í Bandaríkjunum náðu um helgina að frelsa svartabjarnarhún sem var með plastkrukku fasta á höfðinu úr prísund sinni. Áður höfðu þeir eytt þremur dögum í leit að bangsa, að því er BBC greinir frá. Meira »

Neitar að fjarlægja ljónin af svölunum

12.10. Maður nokkur í Mexíkóborg neitar að láta frá sér þrjú ljón sem hann er með á svölum sínum. Mexíkósk yfirvöld eru hins vegar þeirrar skoðunar að finna eigi heppilegri heimkynni fyrir ljónaþríeykið. Meira »

Hótelköttur á Hellnum öðlast heimsfrægð

10.10. Bröndótta læðan Pál Dáníelsdóttir dvelur á Fosshótel Hellnum á Snæfellsnesi og gegnir þar starfi músvarðar. Frétt þess efnis hefur nú þegar fengið níu þúsund læk á Reddit. Meira »

Vilja náða mannskætt tígrisdýr

9.10. Fágætt hvítt tígrisdýr reif í sig dýrahirði í dýragarði í Japan á mánudag. Akira Furusho, fertugur starfsmaður dýragarðsins í borginni Kagoshima í suðurhluta Japans, fannst illa særður á svæði tígrisdýrsins á mánudag. Meira »

Glasafrjóvgun bjargi ljónum í útrýmingarhættu

30.9. Fyrstu ljónsungarnir þar sem notast var við glasafrjóvgun komu í heiminn í Ukutula-verndarmiðstöðinni í Suður-Afríku í síðasta mánuði. Um sögulegan áfanga er að ræða og vonast vísindamenn til þess að glasafrjóvgun geti nýst til að fjölga ljónum í útrýmingarhættu. Meira »

Missti helming líkamsþyngdar sinnar

29.9. Tíkin Hattie, sem var eitt sinn talin feitasti hundur Bretlands, hefur nú nánast misst helming líkamsþyngdar sinnar og leitar að nýju heimili. Meira »

Rannsaka dularfullan dauðdaga ljóna

25.9. Dularfullur dauðdagi asískra ljóna (panthera leo persica) á verndarsvæði í Girskóginum í Gujarat-fylki á vesturhluta Indlands hefur vakið mikla furðu yfirvalda. Á síðustu tveimur vikum hafa ellefu ljón drepist í skóginum og hafa skógræktaryfirvöld á Indlandi hafið rannsókn á málinu. Meira »

Besti vinur mannsins (myndir)

15.9. Hundar eru víða á fréttamyndum síðustu daga. Þessir bestu vinir mannsins hafa komið við sögu í ýmsum fréttum, jafnt stórum sem smáum. Meira »

Náhvalur í hópi mjaldra

15.9. Einmana náhvalur sem hafði farið langt frá heimkynnum sínum á heimskautasvæðum virðist hafa fundið sér nýja fjölskyldu.  Meira »

Klóra sér í hausnum yfir kengúru

4.9. Lögreglan í smábænum Kirchschlag í norðurhluta Austurríkis klórar sér nú í hausnum yfir kengúru sem virðist hafast við í nágrenni bæjarins. Fjölmargar tilkynningar hafa borist um kengúruna ásamt myndum og myndskeiðum þannig lögreglan er nokkuð viss um að hér sé um kengúru að ræða en ekki annað dýr. Meira »

300 skjaldbökur fundust dauðar í neti

29.8. Mexíkóskir sjómenn komu nýverið að um 300 dauðum skjaldbökum í fiskineti skammt frá suðurströnd landsins. Um er að ræða skjaldbökur af tegundinni „olive ridley“ (Lepidochelys olivacea), en aðeins nokkrir dagar eru síðan 102 skjaldbökur af sömu tegund fundust dauðar skammt frá. Meira »

Bjargaði eigendum sínum frá aurskriðu

13.8. Hundur í Kerala-fylki á Indlandi bjargaði eigendum sínum frá því að farast í aurskriðu með því að vekja þá rétt áður en aurskriða féll yfir heimilið. Meira »