Krúttleg dýr

Loðnir mega ekki bjóða sig fram

13.2. Yfirvöld í Kansas hafa stigið á bremsuna og bannað að hundur fái að bjóða sig fram sem ríkisstjóra.   Meira »

Flótta kýrinnar Hermien loks lokið

13.2. Eftir að hafa verið tvo mánuði á faraldsklauf hefur kúnni Hermien, sem fangaði hjörtu Hollendinga eftir að hún slapp á elleftu stundu frá slátrun, náðst og mun hún eiga náðugt líf fyrir höndum. Meira »

Fær blindrahest í stað blindrahunds

7.2. Blindur fréttamaður sem starfar hjá BBC verður fyrsti blindi maðurinn í Bretlandi til að fá blindrahest í stað blindrahunds. Fréttamaðurinn Mohammed Salim Patel er haldinn hundahræðslu og er nú verið að þjálfa smáhestinn Digby til að aðstoða hann. Meira »

Aðstoðarhundur hermannsins drepinn

4.2. 250 þúsund króna fundarlaun hafa verið boðin þeim sem getur veitt upplýsingar sem gætu leitt til handtöku vegna dráps á hundi fatlaðs hermanns í Richwood í Kentucky. Meira »

Fundu heimilishundinn áratug síðar

3.2. Eftir að hafa syrgt heimilishundinn í áratug braust út mikil gleði hjá fjölskyldunni er fréttir bárust af því að hann væri enn á lífi og að auki við hestaheilsu. Meira »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

18.1. Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Heimsins „ófríðasta svín“

5.1. Fágætar myndir af „heimsins ófríðasta svíni“ hafa verið birtar. Myndirnar gefa innsýn í líf sjaldgæfrar tegundar vörtusvína sem talin er á barmi útrýmingar. Meira »

Föst í minkaboga í margar vikur

4.1. Kindin Nös lenti í miklum hrakningum í jólamánuðinum. Nös er í eigu frístundabóndans Theodórs Vilbergssonar í Grindavík. Þegar hann ætlaði að taka kindurnar sínar 16 í hús 25. nóvember síðastliðinn fannst Nös hins vegar ekki. Meira »

26 daga gamall húnn fannst dauður

2.1. 26 daga gamall hvítabjarnarhúnn fannst dauður í Tierpark-dýragarðinum í Berlín í dag. Stjórnendur dýragarðsins greina frá því að húnninn hafi verið dauður þegar garðurinn opnaði aftur í dag eftir áramótin. Meira »

Bar fíl á bakinu

29.12. Skógarvörður í suðurhluta Indlands hefur komist í heimsfréttirnar fyrir að bjarga fílsunga sem féll ofan í skurð og varð viðskila við móður sína. Meira »

Hélt upp á jólin á Dominos

26.12. Kötturinn Doddi eyddi jólunum á ansi sérkennilegum stað þetta árið, en hann hafði ekki skilað sér síðan hann fór að heiman að kvöldi 22. desember. Það var svo í nótt sem Elísabet Kristjánsdóttir fékk símtal frá móður sinni. Í ljós kom að Doddi hafði verið fastur inni á Dominos. Meira »

Færri sáu pönduungann en vildu

26.12. Pönduunginn Xiang Xiang er bara sex mánaða en þó nokkuð stór. Dýragarðsgestir voru spenntir þegar þeir fengu að skoða þessa ofurkrúttlegu pöndu rétt fyrir jól. Meira »

Fundu krókódíl í garðinum á jóladag

26.12. Lögreglan í Melbourne í Ástralíu leitar nú vísbendinga um það hvernig saltvatnskrókódíll gat endað inni í garði hjá pari í einu af hverfum borgarinnar. Fólki sem var í göngu á jóladagsmorgun brá allverulega í brún þegar það sá eins metra langan saltvatnskrókódíl framan við íbúðarhús í borginni. Meira »

Búa til klósettpappír úr pönduskít

20.12. Kínverski pappírsframleiðandinn Qianwei Fengsheng er nú kominn í samstarf við miðstöð risapöndudýra í landinu. Samstarfið gengur út á að endurvinna skít og matarleifar risapöndunnar og búa til úr því klósettpappír, servéttur og annan heimilisvarning. Meira »

Björguðu hlébarða úr brunni

15.12. Fjöldi fólks hjálpaðist að við að bjarga hlébarða sem fallið hafði ofan í um átta metra djúpan brunn í Assam-ríki á Indlandi. Meira »

Hundur fékk einstaka gervifætur

13.12. Um ári eftir að hann var limlestur fyrir að naga skó ærslast Cola um ströndina á nýjum fótum, bognum gervifótum í anda þeirra sem Oscar Pistorious hljóp á. Meira »

Einlægir endurfundir

8.12. Eftir að hafa týnst og verið í dýraathvarfi í þrjú ár er hún frekar feimin er hún hittir eigandann.  Meira »

Bjargaði kanínu undan skógareldum

8.12. Honum varð um og ó er hann sá kanínu hlaupa í átt að logandi trjágróðrinum. Hann var þangað kominn til að reyna að bjarga litla dýrinu frá eldtungunum. Meira »

Fyrsta ræðan flutt í dýragarði

5.12. Forsetafrú Frakklands, Brigitte Macron, tók þátt í athöfn í dýragarðinum í París í gær þegar fyrsta pandan sem fæðst hefur í Frakklandi fékk nafn. Meira »

Jónatan er að minnsta kosti 185 ára

26.11. Risaskjaldbakan Jónatan er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn á bresku eyjunni St. Helena. Hann er líklega elsta landdýr heims og býr við munað á eyjunni afskekktu. Meira »

Til hvers er þessi rani eiginlega?

26.11. Myndband af fílsunga að sveifla rana sínum, rétt eins og hann sé að reyna að átta sig á til hvers hann sé notaður, nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum þessa dagana. Meira »

Hundur drapst úr ástarsorg

23.11. Hundar eru miklar tilfinningaverur. Ef besti vinur þeirra, eigandinn, yfirgefur þá getur það haft alvarlegar afleiðingar enda hundar þekktir fyrir tryggð við eigandann. Meira »

Illa fór fyrir þjófóttum apaunga

12.11. Apaungi þótti kaffi ferðmanns spennandi og ákvað að fá sér sopa. Ekki fór betur en svo að apinn missti meðvitund í næstum því hálfan sólarhring. Meira »

Fyrsti íslenski broddgölturinn

11.11. Afríski broddgölturinn Bernie á heiðurinn af því að vera fyrsti broddgöltur landsins en hann kom til landsins í sumar eftir langt og strangt ferli sem tók rúmt ár. Eigandinn er Eszter Tekla Fekete sem flutti nýverið til landsins frá Ungverjalandi ásamt fjölskyldu sinni. Meira »

Sorg vegna dauða „fyrsta kattar“

8.11. Paddles, köttur Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, er dáinn eftir að hafa orðið fyrir bíl. Paddles hafði öðlast töluverða frægð sem „fyrsti köttur“ og átti sér þúsundir fylgjenda á Twitter, þar sem hann tísti sem @FirstCatofNZ. Meira »

Besti hundabúningur allra tíma?

3.11. Dýr mega líka skemmta sér og fara í búning. Hundurinn Keki var klæddur upp sem skúringamoppa.   Meira »

Vélhundurinn Aibo snýr aftur

1.11. Jap­anska fyr­ir­tækið Sony hefur endurvakið vélhundinn Aibo á ári hundsins. Aibo gladdi tækniáhugamenn og aðra á árunum 1999-2006, þegar Sony ákvað að hætta frekari framleiðslu á hundinum. Nú hefur tæknirisinn blásið lífi í Aibo á ný og mun nýjasta útgáfa hans búa yfir gervigreind og nettengingu. Meira »

Slanga hringaði sig um fuglabúrið

31.10. Á elleftu stundu tókst að bjarga páfagauk undan beittum tönnum slöngu sem hafði hringað sig utan um búr hans. Atvikið átti sér stað á heimili í Singapúr. Meira »

Sprengjuhundurinn sem missti áhugann

19.10. Eftir aðeins nokkrar vikur í þjálfun hjá CIA fór labradordortíkin Lulu, sem átti að verða sprengjuhundur bandarísku leyniþjónustunnar, að verða áhugalaus um að þefa af sprengjum. Þjálfari Lulu hafði gert sér miklar vonir um að tíkin yrði næsti sérfræðingur CIA en það urðu ekki örlög hennar. Meira »

Syrgja fræga mörgæs

15.10. Mörgæsa- og teiknimyndasöguaðdáendur um víða veröld eru í sárum eftir að tilkynnt var um lát mörgæsarinnar Grape um helgina. Meira »