Elsti hundur í heimi dauður, 31 árs að aldri

Krúttleg dýr | 23. október 2023

Elsti hundur í heimi dauður, 31 árs að aldri

Bobi, sem á þessu ári var vígður elsti hundur í heimi af heimsmetabók Guinness, er dauður 31 árs að aldri.

Elsti hundur í heimi dauður, 31 árs að aldri

Krúttleg dýr | 23. október 2023

Bobi er dáinn 31 árs að aldri.
Bobi er dáinn 31 árs að aldri. Ljósmynd/Guinness World Records

Bobi, sem á þessu ári var vígður elsti hundur í heimi af heimsmetabók Guinness, er dauður 31 árs að aldri.

Bobi, sem á þessu ári var vígður elsti hundur í heimi af heimsmetabók Guinness, er dauður 31 árs að aldri.

„Við eigum betri minningar um langa ævi þar sem hann var hamingjusamur og umfram allt þar sem hann gladdi marga, sérstaklega fjölskyldu sína,“ sagði eigandi Bobi, Leonel Costa, við portúgalska fjölmiðla í dag.

Bobi var hreinræktaður portúgalskur fjárhundur og venjulega verða slíkir hundar á milli 12-14 ára gamlir.

Náði að fela hundinn 

Bobi fæddist árið 1992 ásamt þremur öðrum hvolpum í geymsluskúr í eigu Costa-fjölskyldunnar. Vegna þess að fjölskyldan átti svo mörg dýr ákvað fjölskyldufaðirinn að það þyrfti að lóga hvolpunum.

Daginn eftir tóku foreldrarnir hvolpana úr skúrnum en sáu hvergi Bobi. Leonel Costa, sem þá var barn, hafði þá falið Bobi svo hann yrði ekki tekinn. Eftir að þetta komst upp ákvað fjölskyldan að eiga hann áfram.

Samkvæmt Guinness var hundurinn 31 árs og 165 daga gamall.

mbl.is