Hundruð hunda hittast í skoskum há­löndum

Krúttleg dýr | 14. júlí 2023

Hundruð hunda hittast í skoskum há­löndum

Fögnuður til heiðurs tilurðar Golden retriever hundategundarinnar var haldinn í vikunni í Glen affric dal nærri þorpinu Cannich í skosku hálöndunum. Þar nærri, í Guisachan setrinu, fæddist fyrsta got Golden retriever hvolpa að hafa fyrir 155 árum síðan.

Hundruð hunda hittast í skoskum há­löndum

Krúttleg dýr | 14. júlí 2023

Hátíðin er eflaust hreint himaríki fyrir hundadýrkendur.
Hátíðin er eflaust hreint himaríki fyrir hundadýrkendur. Reuters/Michaela Rehle

Fögnuður til heiðurs tilurðar Golden retriever hundategundarinnar var haldinn í vikunni í Glen affric dal nærri þorpinu Cannich í skosku hálöndunum. Þar nærri, í Guisachan setrinu, fæddist fyrsta got Golden retriever hvolpa að hafa fyrir 155 árum síðan.

Fögnuður til heiðurs tilurðar Golden retriever hundategundarinnar var haldinn í vikunni í Glen affric dal nærri þorpinu Cannich í skosku hálöndunum. Þar nærri, í Guisachan setrinu, fæddist fyrsta got Golden retriever hvolpa að hafa fyrir 155 árum síðan.

BBC greinir frá því að hundruð hunda hafi safnast saman við land setursins, sem er nú rústir Einar, á þriðjudag ásamt eigendum sínum. Hundarnir hafi komið frá meira en tólf löndum og sumir alla leið frá Nýja-Sjálandi.

Búist var við því að samkoma dagsins í dag yrði einn stærsti hittingur Golden Retriever hunda í heimi. Fram kemur að hátíðin sé haldin til þess að halda uppruna og þekkingu um tegundina lifandi en hátíðin sé almennt haldin á fimm ára fresti.

mbl.is