Myndskeið: Pöndutvíburar koma í heiminn

Krúttleg dýr | 12. júlí 2023

Myndskeið: Pöndutvíburar koma í heiminn

Pandabirna eignaðist tvíbura í dýragarði í Suður-Kóreu á föstudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist í landinu.

Myndskeið: Pöndutvíburar koma í heiminn

Krúttleg dýr | 12. júlí 2023

Pandabirna eignaðist tvíbura í dýragarði í Suður-Kóreu á föstudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist í landinu.

Pandabirna eignaðist tvíbura í dýragarði í Suður-Kóreu á föstudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist í landinu.

Húnarnir tveir eru báðir kvenkyns en annar þeirra var 180 grömm að þyngd er hann kom í heiminn og hinn 140 grömm.

Sýnt var frá fæðingunni á YouTube-síðu Everland-garðsins sem er nærri Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu.

Gjafir frá Xi Jinping

Tvíburarnir eru við góða heilsu og heilsast móðurinni, Ai Bao, einnig vel, að því er segir í tilkynningu frá dýragarðinum.

Ai Bao og faðir tvíburanna, Le Bao, voru flutt til Suður-Kóreu árið 2016 en þau voru gjöf frá forseta Kína, Xi Jinping.

mbl.is