Tugir krókódíla leika lausum hala eftir flóð

Krúttleg dýr | 12. september 2023

Tugir krókódíla leika lausum hala eftir flóð

Fjöldi krókódíla slapp þegar stöðuvatn í Maoming í Guandong-héraði í Kína flæddi yfir bakka sína í vikunni. BBC greinir frá.

Tugir krókódíla leika lausum hala eftir flóð

Krúttleg dýr | 12. september 2023

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP/Ishara S. Kodikara

Fjöldi krókódíla slapp þegar stöðuvatn í Maoming í Guandong-héraði í Kína flæddi yfir bakka sína í vikunni. BBC greinir frá.

Fjöldi krókódíla slapp þegar stöðuvatn í Maoming í Guandong-héraði í Kína flæddi yfir bakka sína í vikunni. BBC greinir frá.

Við vatnið er krókódílaræktunarstöð og er talið að allt að 75 krókódílar hafi komist út í kjölfarið. Vatnið flæddi yfir bakka sína þegar fellibylurinn Haikui fór yfir svæðið.

Búið er að ná átta af þeim krókódílum sem sluppu en þá er talsverður fjöldi enn úti í náttúrunni. 

Íbúar í grennd við ræktunarstöðina eru hvattir til að halda sig heima. 

Fellibylurinn gefur geisað í yfir viku í Asíu og hafa sjö látist af völdum hans. 

Ekki er vitað til þess að krókódílarnir hafi komist í návígi við fólk að svo stöddu.  

mbl.is