Gerir ekki athugasemdir við strangari reglur í skólum

Kórónuveiran COVID-19 | 15. september 2021

Gerir ekki athugasemdir við strangari reglur í skólum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að ríkisstjórnin hafi fylgt tillögum hans varðandi sóttvarnaaðgerðir en nýjar reglur tóku gildi á miðnætti og gilda til 6. október.

Gerir ekki athugasemdir við strangari reglur í skólum

Kórónuveiran COVID-19 | 15. september 2021

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að ríkisstjórnin hafi fylgt tillögum hans varðandi sóttvarnaaðgerðir en nýjar reglur tóku gildi á miðnætti og gilda til 6. október.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að ríkisstjórnin hafi fylgt tillögum hans varðandi sóttvarnaaðgerðir en nýjar reglur tóku gildi á miðnætti og gilda til 6. október.

Grímuskyldan virðist vefjast fyrir sumum en Þórólfur segir reglugerðina vera skýra hvað það varðar. 

„Alls staðar þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra nálægðarreglu milli ótengdra aðila er grímuskylda. Einu undanþágurnar undan því eru börn sem eru fædd 2005 og síðar og eins á viðburðum þar sem krafist er hraðprófs.“

Hámarksfjöldi á hraðprófsviðburðum verður 1.500 manns en þeir viðburðir geta verið standandi með eins metra reglu en þó er skylt að bera grímu ef eins metra verður ekki viðkomið. Séu þeir sitjandi þarf ekki að viðhafa eins metra reglu og ekki að hafa grímu. 

Einstaka skólar og sveitarfélög með strangari reglur

Spurður hvaða áhrif tilslakanirnar hafa á skólastarf nefnir Þórólfur að sú breyting sé að hólfaskipting miði nú alls staðar við 500 manns.

„Þar fyrir utan kom þetta sérstaka ákvæði í reglugerðinni fyrir skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum,“ segir Þórólfur en nú er skólunum heimilt að halda samkomur fyrir nemendur fyrir allt að 1.500 gesti að því gefnu að þeir framvísi neikvæðu hraðprófi sem ekki má vera eldra en 48 klst. gamalt. Ekki verður gerð krafa um nálægðatakmörk eða grímuskyldu, en skylt verður að skrá gesti.

Hafið þið ekki áhyggjur af því að smit komi upp í skólum með auknu samneyti á milli hópa?

„Eins og ég segi þá mega 500 manns koma saman samkvæmt reglugerðinni. Einstaka skólar og sveitarfélög eru hins vegar kannski með strangari reglur, eins og til dæmis hérna í Reykjavík, sem byggja á því að reyna að hólfaskipta eins og mögulegt er og eru því kannski með harðari reglur en reglugerðin segir til um. Það er til þess að hindra útbreiðslu á smiti og að eins fáir eins og mögulegt er fari í sóttkví ef upp kemur smit. Það er ákvörðun einstakra skóla og skólayfirvalda sem ég hef engar athugasemdir við.“

mbl.is