„Þetta er gjörbylting á ástandinu“

Kórónuveiran Covid-19 | 20. september 2021

„Þetta er gjörbylting á ástandinu“

Viðbúið er að Bandaríkin opni á ferðalög bólusettra Breta og Evrópubúa innan nokkurra vikna, en lokað hefur verið á ferðalög til Bandaríkjanna í um 18 mánuði vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. 

„Þetta er gjörbylting á ástandinu“

Kórónuveiran Covid-19 | 20. september 2021

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Viðbúið er að Bandaríkin opni á ferðalög bólusettra Breta og Evrópubúa innan nokkurra vikna, en lokað hefur verið á ferðalög til Bandaríkjanna í um 18 mánuði vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. 

Viðbúið er að Bandaríkin opni á ferðalög bólusettra Breta og Evrópubúa innan nokkurra vikna, en lokað hefur verið á ferðalög til Bandaríkjanna í um 18 mánuði vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. 

Greint var frá því í dag að farbannið muni að öllum líkindum renna sitt skeið í nóvember, en von er á formlegri yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar Joe Biden á mánudag. 

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við mbl.is að fregnirnar séu „gjörbylting á ástandinu“. 

„Ef þetta gengur eftir er þetta mjög jákvætt og mikilvægt skref fyrir okkur og okkar viðskiptalíkan. Þá er heildarkerfið komið í gang. Markaðurinn í Bandaríkin er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur, bæði frá Íslandi og ekki síður frá Evrópu þar sem við erum að vinna með þetta tengimódel,“ segir Bogi. 

Mikill áhugi á Bandaríkjunum 

Icelandair hefur haldið úti flugsamgöngum milli Bandaríkjanna og Íslands í gegnum faraldurinn, en um tíma var einungis flogið til og frá Boston. Undanfarna mánuði hefur verið flogið reglulega á fleiri áfangastaði vestanhafs samhliða auknum fjölda ferðamanna frá Bandaríkjunum. 

„Við erum búin að vera með nokkuð myndarlega flugáætlun inn í Bandaríkin, í sölu og í framleiðslu, og við þurfum að sjá hvernig eftirspurnin tekur við sér, vera með mikinn sveigjanleika og bregðast við eftir því, bæði hvort við getum bætt við tíðni og svo áfangastöðum ef að markaðurinn kallar eftir því,“ segir Bogi. 

Bogi segir að í gegnum faraldurinn hafi Icelandair fengið fjölmargar fyrirspurnir frá bæði íslenskum og evrópskum viðskiptavinum um farþegaflug til Bandaríkjanna. 

„Í gegnum allt þetta ástand og þetta tímabil erum við búin að vera fá fyrirspurnir um hvenær við teljum að Bandaríkin opni og hvenær Íslendingar geti farið að ferðast. Eins höfum við verið að fá fyrirspurnir frá viðskiptavinum okkar í Evrópu. Það er mikill áhugi og hefur verið mikið um fyrirspurnir og eitthvað um bókanir,“ segir Bogi.

mbl.is