Jarðskjálftahrinunni lokið í bili

Eldgos í Geldingadölum | 7. janúar 2022

Jarðskjálftahrinunni lokið í bili

Skjálftavirknin við Fagradalsfjall hefur verið mjög lítil síðasta sólarhringinn og segja má að hrinunni sem hófst 21. desember sé lokið í bili.

Jarðskjálftahrinunni lokið í bili

Eldgos í Geldingadölum | 7. janúar 2022

Fagradalsfjall.
Fagradalsfjall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skjálftavirknin við Fagradalsfjall hefur verið mjög lítil síðasta sólarhringinn og segja má að hrinunni sem hófst 21. desember sé lokið í bili.

Skjálftavirknin við Fagradalsfjall hefur verið mjög lítil síðasta sólarhringinn og segja má að hrinunni sem hófst 21. desember sé lokið í bili.

Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Þegar blaðamaður ræddi við Salóme í morgun höfðu aðeins fjórir jarðskjálftar orðið á svæðinu síðan á miðnætti og voru þeir allir um eða undir einum að stærð.

Þegar mest lét voru í kringum 3.000 jarðskjálftar við Fagradalsfjall á hverjum degi. 

Ef ekkert gerist í dag verður borði á vefsíðu Veðurstofunnar þar sem stendur að óvissustig sé vegna jarðskjálftahrinunnar tekinn út. Annars er það almannavarna að ákveða hvort óvissustig verður áfram á svæðinu, en því var lýst yfir 22. desember. 

mbl.is