Fyrsta sinn sem fangar smitast af veirunni

Kórónuveiran COVID-19 | 26. janúar 2022

Fyrsta sinn sem fangar smitast af veirunni

Hópsmit er komið upp í fangelsinu Litla-Hrauni og eru fimmtán til tuttugu fangar þar smitaðir af kórónuveirunni. Verið er að skima aðra í fangelsinu.

Fyrsta sinn sem fangar smitast af veirunni

Kórónuveiran COVID-19 | 26. janúar 2022

Fangelsið Litla-Hraun.
Fangelsið Litla-Hraun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópsmit er komið upp í fangelsinu Litla-Hrauni og eru fimmtán til tuttugu fangar þar smitaðir af kórónuveirunni. Verið er að skima aðra í fangelsinu.

Hópsmit er komið upp í fangelsinu Litla-Hrauni og eru fimmtán til tuttugu fangar þar smitaðir af kórónuveirunni. Verið er að skima aðra í fangelsinu.

„Við höfum gripið til þeirra ráðstafana að takmarka samgang milli húsa og deilda,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við mbl.is. Greint var fyrst frá hópsmitinu á vef vísis.

Ekki hefur áður komið upp smit á meðal fanga í fangelsum landsins.

„Það lánaðist að halda þessu utan fangahópanna í 23 mánuði,“ segir Páll. „En nú er útbreiðsla smita orðin mjög mikil í samfélaginu og það kann að skýra þetta.“

Engin alvarleg einkenni

Enginn fangi er með alvarleg einkenni og raunar eru sumir þeirra alveg einkennalausir.

Hópsmitið setur þó mark sitt á starfsemina. Útfæra þarf hvernig útivist fanga verði háttað, að sögn Páls.

„Þetta hefur töluverð áhrif vegna þess að þeir sem eru smitaðir eða í sóttkví fara ekki á vinnustaði. Þetta dregur því úr starfseminni og við vonumst til að þetta gangi hratt yfir.“

mbl.is