Fundu enn stærri ísjaka og lentu á honum

Landhelgisgæslan | 2. febrúar 2022

Fundu enn stærri ísjaka og lentu á honum

Þegar TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslu Íslands, lækkaði flugið niður við sjó við Bjarnarfjörð á Ströndum í gær blasti við stóri borgarísjakinn sem varðskipið Þór hafði skoðað fyrr um daginn. Í eftirlitsflugi þyrlunnar fannst enn stærri ísjaki en sá fyrri og seig einn úr áhöfn á ísjakann og síðan lenti þyrlan á honum, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar.

Fundu enn stærri ísjaka og lentu á honum

Landhelgisgæslan | 2. febrúar 2022

TF-GNA á borgarísjakanum sem fannst við eftirlitsflug í gær.
TF-GNA á borgarísjakanum sem fannst við eftirlitsflug í gær. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þegar TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslu Íslands, lækkaði flugið niður við sjó við Bjarnarfjörð á Ströndum í gær blasti við stóri borgarísjakinn sem varðskipið Þór hafði skoðað fyrr um daginn. Í eftirlitsflugi þyrlunnar fannst enn stærri ísjaki en sá fyrri og seig einn úr áhöfn á ísjakann og síðan lenti þyrlan á honum, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar.

Þegar TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslu Íslands, lækkaði flugið niður við sjó við Bjarnarfjörð á Ströndum í gær blasti við stóri borgarísjakinn sem varðskipið Þór hafði skoðað fyrr um daginn. Í eftirlitsflugi þyrlunnar fannst enn stærri ísjaki en sá fyrri og seig einn úr áhöfn á ísjakann og síðan lenti þyrlan á honum, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar.

Þar segir að eftir að skoðaður hafði verið brogarísjakinn við Bjarnarfjörð var fluginu haldið áfram til að kanna hafís á svæðinu, meðal annars til að athuga ísjaka lengra norður sem sagður var enn stærri.

„Á leið sinni að þeim stóra flaug þyrlan fram hjá litlum ísjaka sem var um 10x15 metrar. Þegar þyrlusveitin var komin nokkuð djúpt norður af Vestfjörðum blasti gríðarstór borgarísjaki við þyrlusveitinni, mun stærri en sá sem var í Húnaflóa. Um er að ræða ógnarstóran jaka og íshrafl og brot úr jakanum umhverfis hann,“ segir í færslunni.

Jóhannes Jóhannesson, flugmaður, virðir borgarísjakann fyrir sér. Var hann stærri …
Jóhannes Jóhannesson, flugmaður, virðir borgarísjakann fyrir sér. Var hann stærri en sá stóri sem varðskipið Þór vitjaði í gær. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Áhöfn þyrlunnar framkvæmdi eina hífingu á jakanum. Sigmanni Landhelgisgæslunnar var slakað niður og á meðan flaug þyrlan hring um jakann. Þegar sigmaðurinn var hífður aftur upp var vélinni tyllt niður á borgarísjakann eins og sjá má í meðfylgjandi myndum. Þyrlusveitin staðfesti einnig legu ísspangar með tilliti til gervitunglamynda sem borist hafa jarðvísindadeild Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og Landhelgisgæslunni.“

Þá hvetur Landhelgisgæslan sjófarendur til að vera meðvitaða um legu hafíssins.

Borgarísjakinn er gríðarstór og fallegur í sólsetrinu.
Borgarísjakinn er gríðarstór og fallegur í sólsetrinu. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Kort/Landhelgisgæslan
mbl.is