Fækka úthaldsdögum varðskipa

Landhelgisgæslan | 5. apríl 2022

Fækka úthaldsdögum varðskipa

Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu í nýbirtri skýrslu að Landhelgisgæslan ætti að hætta kaupum á olíu í Færeyjum. Stjórnendur stofnunarinnar hafa því tekið þá ákvörðun að í flestum tilfellum verði olía keypt á Íslandi héðan í frá. Olían á Íslandi er margfalt dýrari og því neyðist Gæslan til þess að draga úr siglingum varðskipanna.

Fækka úthaldsdögum varðskipa

Landhelgisgæslan | 5. apríl 2022

Freyja lagðist að Eyjagarði í Reykjavík síðustu vikuna í mars …
Freyja lagðist að Eyjagarði í Reykjavík síðustu vikuna í mars og tók 200.000 lítra af eldsneyti. Framvegis hyggst Gæslan kaupa olíu hér. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu í nýbirtri skýrslu að Landhelgisgæslan ætti að hætta kaupum á olíu í Færeyjum. Stjórnendur stofnunarinnar hafa því tekið þá ákvörðun að í flestum tilfellum verði olía keypt á Íslandi héðan í frá. Olían á Íslandi er margfalt dýrari og því neyðist Gæslan til þess að draga úr siglingum varðskipanna.

Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu í nýbirtri skýrslu að Landhelgisgæslan ætti að hætta kaupum á olíu í Færeyjum. Stjórnendur stofnunarinnar hafa því tekið þá ákvörðun að í flestum tilfellum verði olía keypt á Íslandi héðan í frá. Olían á Íslandi er margfalt dýrari og því neyðist Gæslan til þess að draga úr siglingum varðskipanna.

Þetta kemur fram í svari Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Fyrir skömmu tók varðskipið Freyja eldsneyti í Reykjavík. Landhelgisgæslan lét framkvæma verðkönnun hér heima og í Færeyjum fyrir olíutökuna. Ákveðið var að taka einungis 200.000 lítra af eldsneyti í ljósi hve hátt heimsmarkaðsverð er á olíu um þessar mundir.

„Ef skipið hefði verið fyllt af olíu í Færeyjum hefðu 35,5 milljónir sparast miðað við verðið í Reykjavík. Þessi kostnaðarauki leiðir til þess að draga verður úr siglingum skipanna til að mæta mismuninum,“ segir í svari Ásgeirs.

Ríkisendurskoðun telur að þegar litið sé til þeirra fjármuna sem Landhelgisgæslan fær til reksturs stofnunarinnar og heildarhagsmuna ríkisins sé varla hægt að líta á það sem svo að um raunverulegan sparnað sé að ræða. Sá virðisaukaskattur sem stjórnendur Landhelgisgæslunnar vísa til að skeri úr um hvar borgi sig að kaupa eldsneyti renni allur til ríkissjóðs.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is