„Þú hlærð og grætur með okkur“

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. júní 2022

„Þú hlærð og grætur með okkur“

Karl Bretaprins talaði fallega um móður sína Elísabetu Bretlandsdrottningu í hátíðarhöldum í gærkvöldi í tilefni 70 ára drottningarafmælis hennar.

„Þú hlærð og grætur með okkur“

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. júní 2022

Karl Bretaprins flytur ræðu sína í gærkvöldi. Við hlið hans …
Karl Bretaprins flytur ræðu sína í gærkvöldi. Við hlið hans stendur Kamilla hertogaynja. AFP

Karl Bretaprins talaði fallega um móður sína Elísabetu Bretlandsdrottningu í hátíðarhöldum í gærkvöldi í tilefni 70 ára drottningarafmælis hennar.

Karl Bretaprins talaði fallega um móður sína Elísabetu Bretlandsdrottningu í hátíðarhöldum í gærkvöldi í tilefni 70 ára drottningarafmælis hennar.

„Þú hlærð og grætur með okkur og það sem er enn mikilvægara er að þú hefur verið til staðar fyrir okkur í þessi 70 ár,“ sagði Karl.

Hann bætti við að þjónustan við almenning væri það sem „kemur móður minni upp úr rúminu á morgnana“ og þakkaði hann henni fyrir hönd heimsbyggðarinnar, að sögn BBC. 

AFP

Þriggja tíma tónleikar voru haldnir í gærkvöldi þar sem mikið var um dýrðir en Elísabet var ekki viðstödd.  

Lokadagur fjögurra daga hátíðarhalda vegna afmælisins er í dag. Lýkur þeim með hátíðinni Platinum Jubilee Pageant þar sem risastórar strengjabrúður valsa meðal annars um.

Götuveislur verða sömuleiðis haldnar víðsvegar um Bretland í dag.

mbl.is